Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.6.2013

5. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar

Íbúafundur Hverfaráðs Stokkseyrar 17. október, 2012  kl. 20,30 Barnaskólanum á Stokkseyri

Mættir voru fyrir hönd Hverfaráðs Stokkseyrar: Grétar Zóphóniasson Sigurborg Ólafsdóttir Katrín Ósk Þorgrímsdóttir

Aðrir íbúar Stokkseyrar voru  20.

Grétar  kynnti hverjir setu eiga í Hverfaráði  og  verkefni Hverfaráðs  samkvæmt samþykktum Hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar.

Hann fór í stuttu máli yfir þau verk, sem unnið væri að á vegum sveitarfélagsins og var þar helst að nefna, frágangur á skólalóðinni með hellulögn á gönguleiðum um lóðina.

Endurnýjun lagna og malbikun Sólvalla.  Hafin er gerð göngustígar milli þorpanna Stokkseyar og Eyrarbakka.

Almenn  ánægja  var  hjá  fundarmönnum með þær framkvæmdir sem í gangi  eru.

Orðið gefið  laust til að fundargestir gætu tjáð sig um hvað betur mætti fara á Stokkseyri og/eða vel hefur verið gert.

1.                  Ólafur Auðunsson tók til máls,  en hann vildi helst minnast á slæma umhirðu á íbúða og iðnaðarlóðum í þorpinu. Hann hafði tekið myndir á víð og dreif um þorpið þar sem betur mætti fara. Lausleg upptalning.

a.       Ólafsvellir – gangstétt. Mikið af grjóti og sandi er á gangstéttum einna helst við innkeyrslur hjá fólki. Oft hafi sést til krakka detta við að hjóla þarna um gangstéttirnar.

b.      Hásteinsvegur 12  – þar standa nokkrir ónýtir bílar engum til gagns né prýði.

c.       Strandgata 11 – mikið af drasli þar í kring.

d.      Stjörnusteinar 15 – kerra stendur utan lóðar og hefur gert í einhver ár.

e.       Reiðhlið við pípuhliðið á Kotleysuvegi – búið að taka af hjörum og henda til hliðar.

f.       Skepnuhald – Sauðfé og hross  fá all oft að valsa  laus um  þorp og valda íbúum ónæði og tjóni. Þrír aðilar eru með  sauðfjárbúskap í útjaðri þéttbýlisins og eru girðingar ekki gripheldar. 

g.      Eyrarbraut 29 (Gamla salthúsið) – mikið af drasli sem snýr að götunni.

h.      Beitarland við tjaldstæði – vel frá því gengið nú en hvernig verður það í framtíðinni. Beitiland á ekki heima svona nálægt íbúðabyggð.

Hlynur Óskarsson -  Löngudæl – og reyndar allt vatnasvæðið umhverfis þorpið verði  verndað og gera betra aðgengi meðfram Löngudælu. Vatnshæð verði haldið uppi, árið um  kring,  með þröskuldi í Hraunsá. Gerð verði aðstaða fyrir  seglbáta  etv. gera þar litla bryggju. Fá framtíðarhugmyndir, jafnvel setja á legg nefnd til þess.

Fjaran: Hlynur spurðist fyrir um lit á mörgum lónum í fjörunni.  Í svari formanns kom fram að aðeins væru tvær útrásir til sjávar úr vötnunum norðan við Stokkseyri, önnur væri Hraunsá er hin Baugstaðaáin.  Svo að hið drullubrúna vatn sem er í lónunum er jarðvatn  en er ekki frá manngerðum útrásum.

Strætóferðir: Fram kom hjá fundarmönnum að Strætóferðir eru mjög illa tímasettar. Strætóferðir þarf að aðlaga/samræma við skóla / félagslíf ungmenna og störf þeirra sem sækja þurfa vinnu utan Stokkseyrar. Vita þarf hverjir nýti sér ferðirnar og reynt verði að samræma tíma þeirra við það.  T.d. unglingar, gamalt fólk og fólk sem sækir vinnu utan þorpsins.

Spurning hvort hægt sé að gefa kost á strætókortum fyrir unglingana.

Magnús, skólastjóri, bætti við.

Athuga þarf stöðu á íþróttahúsi og stöðu á nýju húsi.

Æfingartöflu vegna félagsstarfa á Selfossi þarf að aðlaga við barnaskólann hér.

Anna í Holti ræddi um húshitunarkostnað í dreifbýli: Anna sem og flestir íbúar í dreifbýli er með rafmagnskyndingu. Sveitarfélagið Dalvík er með ívilnun til þeirra sem eru með rafmagnskyndingu, þannig að þau þurfi að borgað svipaði í kyndingu eins og þær sem eru með hitaveitu. Hún borgar ca 30-35 þús/mán.

Anna spyr hvort  Árborg sé tilbúið að koma á móts við þau með niðurgreiðslu.

Sigríður Gísladóttir: Spurt hvenær eigi að malbika Eyjaselsbotnlangana

Annað sem fram kom á fundinum: Töfragarður: Taka þarf girðingar og rusl, tilvalið fyrir útivistarsvæði/grillsvæði, Birgir Jensson er tilbúin að taka svæðið í fóstur.

Þuríðarbúð: Spurning hvort byggja eigi upp. Leita upplýsinga um hvort séu til peningar v/jarðskjálfta. Á að færa í Þuríðargarð? Er hún ekki í umsjá Byggðarsafnsins?

Sundlaugin:
Þarf að endurnýja nuddpott í sundlaug.

Ruslagámar:
Er möguleiki á að fá ruslagáma niður að Stokkseyri einnig að hausti til eins og gert hefur verið á vorin í kringum hreinsunarátak í sveitarfélaginu.

Hafnargata sunnan Hólmarastarhússins:
Fram kom á fundinum almennur áhugi á að lokið verði við gatnagerð  sunnan Hólmarastar  samkæmt samþykktu deiliskipulagi þar um.

 

  Fleirra ekki fyrir tekið  fundi slitið kl 22,30

 

Grétar Zóphóníasson Sigurborg Ólafsdóttir Katrín Ósk Þorgrímsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica