6. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 6. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, fimmtudaginn 3. maí 2012.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, S.Hafsteinn Jóhannesson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Boðuð forföll: Guðmundur Sigurðsson og Magnús Vignir Árnason.
Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.
Fundi lauk kl. 18:55.
Hverfisráð Selfoss 6. fundur. 3. maí 2012.
Dagskrá
- Fundagerð fundar dags. 31. janúar sl., samþykkt.
- Fundur með sveitarfélaginu og öðrum hverfisráðum.
- Ný samþykkt um hundahald.
- Bæjargarðurinn
- Þrif á bænum.
- Erindi sem hafa borist ráðinu.
a. Heiðmörk.
b. Fossheiði.
c. Gangstétt.
d. Andatjörn.
- Næsti fundur.
1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) 24. apríl sl., var haldinn fundur með fulltrúum sveitarfélagsins og samvinna sveitarfélagsins og hverfisráðanna rædd. Fulltrúar ráðsins þakka fyrir mjög fræðandi og upplýsandi fund.
3) Hverfisráðið hefur kynnt sér nýja samþykkt um hundahald en leggur til að aukin verði viðvera og vinnutími dýraeftirlitsmanns sveitarfélagsins til að hægt sé að framfylgja samþykktinni. Sjá tillögur ráðsins um viðbætur og breytingar í fylgiskjali með fundargerð þessari.
4) Undanfarnar vikur hefur umgengni um bæjargarðinn stórlega versnað og virðist sem ýmiskonar starfsemi sé farin að þrífast í honum. Búið er að koma fyrir hjólarömpum en að mati ráðsins á sú íþrótt ekki erindi í bæjargarðinn. Mælst er til þess að íþróttinni verði fundið annað stærra og hentugrar svæði. Einnig þarf að árétta að bæjargarðurinn er ekki hundasleppisvæði.
5) Ráðið mælist til þess að brugðist sé fljótt við og mun fyrr en verið hefur undanfarin ár, til þrifa á bænum. Ekki sé beðið þar til Vinnuskóli Árborgar tekur til starfa 10. júní n.k.
6) a. Framkvæmdir hafa verið í Heiðmörk og virðist enn vanta upp á að gangstétt sé löguð og frágangur á horni Heiðmarkar og Austurvegar kláraður. Þar eru komnir gangstéttakantar en sjálfa gangstéttina vanti.
b. Brunnlok við Fossheiði nr. 2-26 er komið upp úr gangstéttinni þannig að hætta stafar af fyrir gangandi og hjólandi umferð.
d. Gangstéttin við Larsenstræti sem m.a. er fyrir gangandi umferð í Bónus og Hagkaup virðist ekki hugsuð til að auðvelda gangandi fólki aðgengi að verslunarhúsinu. Eins og frágangurinn er núna þarf gangandi fólk að fara yfir bílastæðið til að komast að verslunarhúsinu. Ráðið leggur til að sú breyting verði skoðuð þannig að bætt verði við stétt af núverandi gangstétt að suður-vestur horni verslunarhússins en þar er hellulögð stétt.
e. Skoðað verði hvort eigi að setja endur að nýju á andatjörnina við Gesthús eða hvað annað sé hægt að gera við svæðið.
7) Til næsta fundar verður boðað.
Fylgiskjal:
Tillögur ráðsins um viðbætur og breytingar við ódags. samþykkt sveitarfélagsins Árborgar um hundahald.