6. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
Hverfisráð Stokkseyrar
Fundur haldinn, mánudaginn 8. júlí, kl. 14:00.
Mættir: Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, Sigurborg Ólafsdóttir og Vigfús Helgason
Dagskrá:
1) Skilti við fjöruna út við Kumbaravogs hlið. Skiltið er orðið svo veðurbarið að ekki er hægt að lesa á það. Þyrfti að koma upp nýju skilti.
2) Gott væri að fá skilti samskonar því sem er út við Ísólfsskála, sem sýnir hraunrennslið í fjörunni, við Íragerði þar sem mikið er gengið um.
3) Skilti við innkeyrslu á Stokkseyri við Kaðlastaði. Þar er verið að koma fyrir hinum og þessum auglýsingaskiltum. Þau vilja fjúka til og eru ekki vel sett upp. Gott væri að fá þar götuskilti sem hefur einnig pláss fyrir auglýsingar, þannig að auðvelt sé fyrir ferðamenn að rata um þorpið.
4) Töfragarður: Þar sem tjald og hús töfragarðsins stóðu er nú mikið rusl. Þetta þyrfti að hreinsa og gera svæðið fallegra aðkomu. Mikil þörf og áhugi er á að lagfæra svæðið þannig að það nýtist sem útivistarsvæði. Ef til vill væri hægt að finna einhvern sem sé tilbúin í að taka það í fóstur. Mikil hætta er á að nú fari þorpsbúar af stað og reyni ná sér í tré en þar eru mörg falleg tré sem vert er að viðhalda og synd væri að einhver færi fjarlægja þau.
5) Aðstaða vörubíla og eftirvagna hjá Pétri Steingrímssyni. Þeir stóðu áður fyrr vestast í þorpinu, en standa nú ýmist vestast, á töfragarðsplani eða á gamla veginum fyrir ofan hraðahindrum á Holtsvegi. Mætti ekki biðla til hans um að hann gæti haft þessi tæki á einum stað – við leggjum til töfragarðsplanið sem er stórt og rétt við þar sem hann nú býr.
6) Hverfaráð vill ítreka beiðni um lagfæringu á umferðareyju við skólann, þar sem gengið er yfir götuna að skólanum og gangbraut endar í grjóti sem eyjan er fyllt upp með.
7) Hverfaráð vill ítreka beiðni um lagfæringu á innkeyrslum við Eyrarbraut, en þær eru þannig að vatn safnast í þeim. Það er því ekki hægt að ganga eftir gangstéttinni án þess að þurfa að fara fram hjá þessum pollum.
8) Fyrir ofan hraðahindrun á Stjörnusteinum er vikurhlass og moldarhlass sem staðið hafa í nokkur ár. Óskað er eftir því að þetta verði fjarlægt.
9) Hverfaráð leggur til að Hafdís Sigurjónsdóttir, Strönd Stokkseyri verði útnefnd sem varamaður í Hverfaráði.
10) Hverfárað vill ítreka að fá stíflu setta niður við Hraunsá.
Fundi slitið klukkan 16.00.