6. fundur íþrótta- og menningarnefndar
6. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 22. maí 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1301075 - Bæjar- og menningarhátíðir 2013 |
|
Rætt um næstu hátíðir sem og fyrirkomulag kynninga og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Fram kom að aðaldagskrá Kótelettunnar 2013 færi fram í miðbæjargarðinum á Selfossi, samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1209161 - Vor í Árborg 2013 |
|
Farið yfir hátíðina. Fram kom að hátíðarhöldin hefðu gengið vel á langflestum stöðum og mæting verið góð á viðburði tengda hátíðinni. Fram kom sú hugmynd hjá nefndinni að kanna hvernig þátttakan væri hjá íbúum. Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman kostnað vegna Vors í Árborg 2013 og leggja fyrir nefndina á næsta fundi. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1301321 - Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins |
|
Upplýsingar um þátttökugjöld með viðbótarfyrirspurn nefndarinnar lögð fram. Örfá félög eiga eftir að svara viðbótarfyrirspurn nefndarinnar en þau svör eru væntanleg fljótlega og mun starfsmaður nefndarinnar klára að safna þeim saman. Lagt til í framhaldi af þessum upplýsingum að fá forsvarsmenn félaga inn á fund nefndarinnar til að fara nánar yfir upplýsingarnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
1304186 - Fyrirspurnir og tillögur frá UNGSÁ |
|
Drög að svörum lögð fram. Ákveðið að fresta lokaafgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1305171 - Málefni Selsins - frístundaklúbbs fatlaðra 16+ |
|
Sighvatur Blöndahl, forstöðumaður Selsins kemur inn á fundinn undir þessum lið. |
||
Sighvatur Blöndahl, forstöðumaður Selsins, frístundaklúbbs fatlaðra kom inn á fundinn og upplýsti nefndina um starfsemi klúbbsins. Fram kom hjá Sighvati að Selurinn væri búinn að vera starfandi í um 10 ár en hann er ætlaður einstaklingum 16 ára og eldri. Selurinn býður upp á fjölbreytt tómstunda- og fræðslustarf tvisvar í viku allt árið um kring. u.þ.b.. 40 manns hafa mætt á einhverjum tímapunkti yfir árið en föst mæting er um 16-20 í hvert skipti. Reynt sé að hafa eitt fræðslunámskeið í mánuði. Sighvatur segir að starfsemin hafi vaxið hægt og rólega, sumir mæti alltaf en líka hafi komið inn nýir einstaklingar. Nefndin þakkar Sighvati fyrir komuna og upplýsingarnar. Leggur jafnframt til að Sighvatur verði fenginn aftur inn á fund seinna á árinu til að upplýsa um gang klúbbsins. Samþykkt samhljóða. |
||
|
|
|
Erindi til kynningar |
||
6. |
1305172 - Vinnuskóli Árborgar 2013 |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, fór yfir skipulag vinnuskólans sumarið 2013. Fram kom að yfirumsjón skólans væri komin yfir á menningar- og frístundasvið en verkefnin væru nær óbreytt. Heimastöð vinnuskólans verður í Pakkhúsinu og Zelsíuz. |
||
|
||
7. |
1305023 - Friðun Tryggvaskála |
|
Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands þar sem fram kemur að Tryggvaskáli sé nú friðuð bygging og nær friðunin til ytra og innra byrðis hússins. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:45
Kjartan Björnsson
Grímur Arnarson
Þorlákur H Helgason
Brynhildur Jónsdóttir
Björn Harðarson
Bragi Bjarnason