Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.1.2015

6. fundur íþrótta- og menningarnefndar

6. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 20. janúar 2015  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Formaður leitar afbrigða að mál nr.1007011 verði tekið á dagskrá. Samþykkt samhljóða og fer málið inn undir lið 4 og færast önnur mál neðar sem því nemur. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá:  Almenn afgreiðslumál 1. 1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg Rætt um næstu skref í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Ýmsar hugmyndir ræddar en ákveðið að boða fulltrúa Umf. Selfoss á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir niðurstöður starfshóps félagsins um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Málið verði svo unnið áfram og fleiri aðilar fengnir í hugmyndavinnuna. Samþykkt samhljóða. 2. 1501108 - Afgreiðslufyrirkomulag á styrkjum vegna sundlaugarkorta Farið yfir fyrirkomulag á afgreiðslu sundkorta fyrir íþróttafélögin en frá því í haust hefur nýtt kerfi verið í þróun sem hefur gengið vel. Rætt um ýmsar leiðir til að auka skilvirkni og eftirlit með fjölda korta sem eru gefin út. Braga Bjarnasyni, starfsmanni nefndarinnar, falið að skoða fjölda útgefinna korta og fara yfir verkferla. Samþykkt samhljóða. 3. 1501111 - Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss Farið yfir tilboð sem sveitarfélaginu stendur til boða í búnað sem gæti nýst til framtíðar í menningarsalnum í Hótel Selfoss. Nefndinni finnst hugmyndin áhugaverð og leggur til við bæjarráð að málið verði skoðað nánar. Samþykkt samhljóða. 4. 1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi Rætt um framtíðarfyrirkomulag mjólkursafns á Selfossi. Nefndin leggur til að forsvarsmenn MS verði boðaðir á fund bæjarráðs til að fara betur yfir málið. Samþykkt samhljóða. Erindi til kynningar 5. 1501106 - Aðsókn í sundlaugar Árborgar 2014 Lagt fram til kynningar. Fram kom að heildarfjöldi gesta í Sundlaugar Árborgar árið 2014 hefði verið 206.067 (192.644 í Sundhöll Selfoss og 13.423 í sundlaug Stokkseyrar). 6. 1412127 - Samstarfssamningur um rekstur samkomu- og íþróttahússins Staðar á Eyrarbakka Lagt fram til kynningar. 7. 1412156 - Ráðstefna - Ungt fólk og lýðræði 2015 Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40 Kjartan Björnsson Axel Ingi Viðarsson Helga Þórey Rúnarsdóttir Eggert Valur Guðmundsson Estelle Burgel Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica