Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.1.2019

6. fundur íþrótta- og menningarnefndar

6. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 15. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:45.  Mætt:                Guðmundur Kr. Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista Karolina Zoch, nefndarmaður, D-lista Gunnar Rafn Borgþórsson, varamaður, B-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi  Guðbjörg Jónsdóttir, formaður og nefndarmaður B-lista boðaði forföll og Gunnar Borgþórsson, nefndarmaður B-lista koma inn á fundinn. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1811191 - Heimsókn í félagsmiðstöð og ungmennahús
  Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, tók á móti nefndarmönnum í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Gengið var um húsið og Gunnar fór yfir starfsemina sem hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Sérstaklega hefur hópastarfið vaxið ásamt séropnunum fyrir 5.-7. bekk. Gunnar fór einnig með nefndarmenn í ungmennahúsið Pakkhús sem er ætlað aldurshópnum 16 ára og eldri. Fram kom að aðsókn í ungmennahúsið væri góð en opnunartíminn væri sveigjanlegur og hafa viðburðir notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Nefndin þakkar Gunnari Eysteini kærlega fyrir góða leiðsögn og greinilegt er að öflugt starf er unnið í frístundahúsunum.
     
2. 1812039 - Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
  Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, kemur inn á fundinn undir þessum lið. Rætt um hugmyndina að sérstakri frístundamiðstöð í Sveitarfélaginu Árborg þar sem fjölbreytt frístundastarf getur verið undir sama þakinu. Hugmyndin hefur verið í þróun undanfarin ár en sl. haust bauðst sveitarfélaginu húsnæði sem passar vel fyrir slíka starfsemi. Um væri að ræða fjölbreytt frístundastarf líkt og félagsmiðstöð, ungmennahús, frístundastarf fatlaðra á öllum aldursstigum, verkefnin "Verum virk" og "Auðlindin" ásamt fleiri möguleikum sem verið er að skoða. Íþrótta- og menningarnefnd líst vel á hugmynd um frístundamiðstöð og þau samlegðaráhrif sem hún gæti haft fyrir faglegt frístundastarf í sveitarfélaginu. Nefndin tekur undir samþykkt bæjarráðs að húsnæðið verði ástandsskoðað og að henni lokinni fái nefndin hana til faglegrar skoðunar. Samþykkt samhljóða.
     
3. 1901062 - Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2019
  Rætt um mögulegan fund nefndarinnar með hátíðarhöldurum í sveitarfélaginu sem hefur verið árlega að undanförnum ár. Lagt til að halda fundinn mánudaginn 28.janúar kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar. Farið yfir almennar kynningar sveitarfélagsins á þeim hátíðum og viðburðum sem verða á árinu. Lagt til að hafa svipað fyrirkomulag og áður og gefa út viðburðadagatal sem verði dreift um Suðurlandið en einnig að efla kynningu hátíða á Netinu. Samþykkt samhljóða.
     
4. 1809146 - Tillaga UNGSÁ um uppsetningu á vatnshönum í sveitarfélaginu
  Framkvæmda- og veitustjórn hefur óskað eftir umsögn íþrótta- og menningarnefndar um málið. Rætt um mögulegar staðsetningar vatnshana við helstu gönguleiðir í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Lagt til að starfshópur um hjólreiðasamgöngur í Árborg vinni þetta mál samhliða sinni vinnu og ræði við helstu hagsmunaaðila líkt og Fríska flóamenn, félag eldri borgara o.fl. Samþykkt samhljóða.
     
5. 1901053 - Gestafjöldi í Sundhöll Selfoss árið 2018
  Lagðar fram tölur um gestafjölda í sundlaugum Árborgar árið 2018. Fram kom að 316.310 gestir hefðu heimsótt Sundhöll Selfoss árið 2018 sem er aukning um 3.523 gesti frá árinu 2017. Gestum fjölgaði einnig í sundlaug Stokkseyrar en þar komu 16.269 gestir árið 2018 samanborið við 13.921 árið 2017 sem gerir aukningu um 2.348 gesti. Það er ánægjulegt að heimsóknum fjölgi í báðum sundlaugunum þrátt fyrir óhagstætt veðurfar sl. ár sem hefur óneitanlega áhrif á heimsóknir í sundlaugar landsins.
     
6. 1812105 - Umsögn - frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
  Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði Árborgar. Farið yfir frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Nefndinni líst vel á þetta framtak mennta- og menningarmálaráðherra. Samþykkt samhljóða
     
7. 1901061 - Skákdagur Íslands 2019
  Rætt um mögulega viðburði og aðkomu sveitarfélagsins að Skákdegi Íslands þann 26. janúar nk. Lagt til að starfsmaður nefndarinnar skoði málið með atvinnu- og viðburðafulltrúa sveitarfélagsins og hvetji einnig skákfélagið og Fischersetrið til að hafa viðburði í tilefni af deginum sé þess kostur. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
8. 1901041 - Lífshlaupið 2019
  Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og menningarnefnd hvetur íbúa, stofnanir og fyrirtæki til að taka þátt í Lífshlaupinu sem hefst 6. febrúar nk. en einstaklingar geta líka skráð inn sína hreyfingu allt árið.
     
9. 1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
  Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Selfossvelli og verkefni þessa árs varðandi áframhaldandi framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
     
10. 1901066 - Nýting frístundastyrks Árborgar árið 2018
  Lagðar fram tölur um nýtingu frístundastyrks í Sveitarfélaginu Árborg árið 2018. Fram kom að um 1500 börn hefðu nýtt sér styrkinn en það er um 80% af heildarfjölda barna í sveitarfélaginu á aldrinum 5-17 ára.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:35  
Guðmundur Kr. Jónsson   Jóna Sólveig Elínardóttir
Kjartan Björnsson   Karolina Zoch
Gunnar Rafn Borgþórsson   Bragi Bjarnason
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica