Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.8.2011

6. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

 

6. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 29. ágúst 2011  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

Dagskrá:

1.  1106093 - Fjárhagsáætlun 2012
 Rætt um hvað nefndin vill leggja inn í fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir árið 2012. Ýmsar hugmyndir lagðar fram. Nefndin leggur áherslu á að ekki verði skorið niður við þennan málaflokk fyrir árið 2012. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka saman þær upplýsingar sem komu fram á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
   
2.  1102057 - Gólfefni á íþróttasal í Vallaskóla
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram gögn um málið. ÍTÁ leggur til að verkefnið verði sett inn í fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir árið 2012. Samþykkt samhljóða.
   
3.  1108135 - Færsla hjólabrettasvæðis af skólalóð Vallaskóla
 Fram kom að vegna færslu skólastarfs úr Sandvíkurskóla þyrfti að færa hjólabrettavöllinn af núverandi lóð. Lagt til að komið verði upp bráðabirgðaaðstöðu á steypta planinu í bæjargarðinum og gert verði ráð fyrir góðri lýsingu. Samþykkt samhljóða.
   
4.  1107102 - Auglýsing - gestgjafi 2. landsmóts UMFÍ 50+
 Málið rætt. Fram kom að íþróttaaðstaðan og tjaldstæðin yrðu sennilega ekki tilbúin fyrir umrætt mót á næsta ári. UMFÍ er þakkað fyrir bréfið en ÍTÁ leggur til að Sveitarfélagið Árborg sæki ekki um að vera gestgjafi 2.landsmóts UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012. Nefndin tekur þó fram að Sveitarfélagið Árborg hafi fullan hug á að taka við mótinu í náinni framtíð. Samþykkt samhljóða.
   
5.  1108127 - Aðild Jógastöðvarinnar að árskorti í Sundhöll Selfoss
 Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.
   
6.  1108083 - Forvarnir gegn munntóbaki
 ÍTÁ leggur til að keypt verði veggspjöld á öll íþrótta- og tómstundamannvirki í sveitarfélaginu. Kostnaður verði færður á forvarnir enda rúmist hann innan fjárheimilda. Samþykkt samhljóða.
   
7.  1108114 - Uppbygging mótorcrossbrautarinnar vegna unglingalandsmóts
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu mála. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.
   
8.  1106110 - Akademíur FSu - framtíðarplön 2011 - 2015
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu akademíanna við FSu. Fram kom að mikill metnaður væri í akademíunum og skólanum fyrir næsta vetur. Bætt verður við fyrirlestrum inn í akademíurnar og verður byrjað núna í haust á markmiðasetningu og forvörnum. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur forsvarsmenn akademíanna áfram til góðra verka.
   
9.  1011045 - Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
 Breytingartillögur á reglugerð 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum lagðar fram. Nefndinni líst vel á framkomnar tillögur. Einnig kom fram að Sveitarfélagið Árborg hefur óskað eftir undanþágu vegna starfsmannafjölda fyrir sundlaugina á Stokkseyri yfir vetrartímann.
   
10.  1011145 - Húsnæðismál júdó og taekwondo
 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir gang mála. Júdódeildin hefur fengið aðstöðu í Sandvíkursalnum og taekwondodeildin mun fara í nýjan sal á 2.hæð í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Salurinn í Baulu verður ekki tilbúinn fyrr en seinna í haust og því mun taekwondodeildin vera áfram í núverandi húsnæði fram að því.
   
11.  1108134 - Haustfundur FÍÆT 2011
 Lagðar fram upplýsingar um haustfund FÍÆT, félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, sem haldinn er í samstarfi við menntamálaráðuneytið.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Bragi Bjarnason  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica