6. fundur menningarnefndar
6. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 29. nóvember 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:00
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður D-lista
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður S-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Formaður býður nýjan nefndarmann S-lista velkominn í nefndina.
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál nr. 1011042 erindisbréf nefnda. Samþykkt samhljóða og málið tekið fyrir sem erindi til kynningar undir 5.lið.
Bragi Bjarnason ritar fundargerð.
Dagskrá:
1. 1007015 - Menningarmánuðurinn október - uppgjör
Áður á dagskrá á 5.fundi nefndarinnar
Farið yfir menningarkvöldin og hvernig til tókst. Rætt um hvað mætti betur fara og hvað gekk vel. Nefndin vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu mánuðinn jafn glæsilegan og raun bar vitni. Ákveðið að gerð verði samantekt um öll kvöldin sem og að taka saman raunkostnað við hvert kvöld og taka þá inn framlög félagasamtaka og einstaklinga sem lögðu sína vinnu til verksins. Samantektin verði síðan send bæjarstjórn. Menningarnefnd sammála um að reyna að halda svipaðan mánuð á næsta ári og virkja þá enn fleiri aðila með í verkefnið. Samþykkt samhljóða.
2. 1010083 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011
Áður á dagskrá 5.fundar nefndarinnar
Nefndin ræddi um hátíðir í sveitarfélaginu árið 2011. Ákveðið að halda opinn fund þriðjudaginn 4.janúar nk. með þeim sem standa fyrir hátíðum eða hafa hug á slíku á komandi ári með samstarf og samráð í huga. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að auglýsa fundinn.
3. 1011170 - Flutningur Bókasafns Árborgar á Stokkseyri
Rætt um flutning Bókasafns Árborgar á Stokkseyri úr Gimli yfir í skólahúsnæði BES. Nefndin óskar eftir upplýsingum um stöðu flutningsins og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla þeirra upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar.
4. 1009263 - Jól í Árborg 2010
Málið rætt og fagnar nefndin þessu framtaki og þeim aðilum sem koma að verkefninu. Nefndin mun reyna að styðja við verkefnið með ráðum og dáð. Sérstaklega kom fram hvað viðburðadagatalið er fallegt og vel heppnað. Nefndin hvetur íbúa til þátttöku.
5. 1011042 - Erindisbréf nefnda
Erindisbréf nefndarinnar kynnt og rætt. Nefndin þakkar upplýsingarnar.
Nefndin óskar eftir yfirliti um fjárhagslega stöðu málaflokksins sem lögð verði fyrir næsta fund.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19.35
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason