Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.8.2014

6. fundur bæjarráðs

6. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 28. ágúst 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri. 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð hverfirsráðs Eyrarbakka, en fundargerðin hafði ekki borist fyrir útsendingu fundarboðs. Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar

1. 1406099 - Fundargerð fræðslunefndar 1. fundur haldinn 21. ágúst 2014
Fundargerðin staðfest. 

2. 1406097 - Fundargerð félagsmálanefndar 1. fundur 13.ágúst 2014
Fundargerðin staðfest. 

Fundargerðir til kynningar 

3. 1402007 - Fundargerð stjórnar SASS 482. fundur haldinn 13. ágúst 2014
Fundargerðin staðfest. 

4. 1305113 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 12. fundur haldinn 12. ágúst 2014
Bæjarráð þakkar fundargerðina og þær ábendingar sem koma þar fram. Framkvæmdastjóra er falið að svara þeim atriðum sem fram koma. 18 Almenn afgreiðslumál 

5. 1408021 - Styrkbeiðni Fræðslunets Suðurlands, dags. 7. ágúst 2014 vegna listnámsbrautar fyrir fólk með fötlun Bæjarráð samþykkir að veita 150.000 kr styrk til verkefnisins. Erindi til kynningar 

6. 1408067 - Skipulagsdagurinn 2014, erindi frá Skipulagsstofnun, kynning á árlegum samráðsfundi sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar Lagt fram til kynningar. 

7. 1408066 - Erindi frá Jafnréttisstofu, dags. 14. ágúst 2014, kynning á skyldum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55

Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica