60. fundur bæjarráðs
60. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 17. desember 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tækifærisleyfi fyrir Frón um jól og áramót. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
22. fundur haldinn 9. desember | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar | |
15. fundur haldinn 9. desember | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
3. | 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar | |
16. fundur haldinn 10. desember | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
4. | 1504203 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga | |
7. fundur haldinn 15. og 16. október | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
5. | 1512056 - Beiðni Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk, dags. 8. desember 2015 - eldvarnaátakið 2015 | |
Bæjarráð þakkar gott forvarnastarf, en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið. | ||
6. | 1508129 - Úttekt á rekstrarfyrirkomulagi tölvudeildar Árborgar | |
Skýrslan var lögð fram til kynningar. Auglýst hefur verið staða deildarstjóra tölvudeildar, áfram verður unnið eftir þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni. | ||
7. | 1512100 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi annan í jólum - Hvítahúsið, opið verði til kl. 04 aðfaranótt 27. desember | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
8. | 1503176 - Fundartími bæjarráðs í kringum jól og áramót 2015 | |
Bæjarráð fundar næst í fyrstu viku janúar. | ||
9. | 1512122 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - annar í jólum á Fróni, opið verði til 04 aðfaranótt 27. desember | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
10. | 1512123 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - Frón um áramótum, opið verði til kl. 04 aðfaranótt 1.janúar 2016 | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
Erindi til kynningar | ||
11. | 1509122 - Ráðstefna - stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018, frítíminn er okkar fag | |
Lagt fram til kynningar. | ||
12. | 0611106 - Framvinduskýrsla vegna viðbyggingar við verknámshúsið Hamar | |
Lagt fram. | ||
13. | 1512046 - Yfirlit yfir áætlaðar greiðslur vegna 2014 og 2015 í rekstrarsjóð Bergrisans bs, byggðasamlags vegna rekstrar málefna fatlaðra Yfirlitið lagt fram. Áætlað er að tap vegna ársins 2015 verði 119 milljónir króna. | |
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Helgi Sigurður Haraldsson | Viðar Helgason | |
Arna Ír Gunnarsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |