60. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
60. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. október 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Tómas Ellert Tómasson boðaði forföll.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1303148 - Borun á heitavatnsholu við Ósabotna í landi Stóra-Ármóts |
|
Farið yfir stöðu framkvæmda við borun heitavatnsholu í Ósabotnum. Verkið gengur vel og góðar líkur á að framkvæmdin styrki rekstrargrundvöll Selfossveitna til framtíðar. |
||
|
||
2. |
1309022 - Endurnýjun vatnsveitu í Engjavegi austur af Kirkjuvegi |
|
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður útboðs, endurnýjunar vatnsveitu frá Kirkjuvegi austur að Sigtúni. Samið hefur verið við lægstbjóðanda, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Stefnt er að verklokum í desember 2013. |
||
|
||
3. |
1310040 - Fjárhagsáætlun 2014 - gjaldskrá Selfossveitna |
|
Stjórnin leggur til að gjaldskrá hitaveitu hækki um 3,3% í samræmi við ákvörðun stjórnar frá 36. fundi 20. júní 2012 um að gjaldskráin fylgi almennum verðlagsbreytingum. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2014. |
||
|
||
4. |
1310041 - Snjómokstur í Árborg 2013-2014 |
|
Verklagsreglur fyrir snjómokstur lagðar fram og samþykktar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
|