Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.1.2017

28. fundur fræðslunefndar

28. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varaformaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Leifur Viðarsson, fulltrúi kennara, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.  Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1602044 - Læsisstefna Árborgar
  Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi, kynnti nýjar viðbætur við drög að læsisstefnu Árborgar sem fékk umfjöllun í fræðslunefnd síðastliðið vor. Hrund kynnti einnig lesferil Menntamálastofnunar og vinnu grunnskóla og skólaþjónustu með læsi. Einnig sagði hún frá nýjum möguleika í tölfræðilegri úrvinnslu á samræmdum könnunarprófum á vef Menntamálastofnunar. Fræðslunefnd þakkar Hrund fyrir góða kynningu og samþykkir að unnið verði að lokafrágangi læsisstefnunnar á þeim grunni sem nú liggur fyrir.
     
2. 1611240 - Skólastefna Árborgar
  Lagt til að í vinnunni framundan verði tekið mið af: - núverandi skólastefnu, en margt í henni hefur enn mikið gildi - nýlegum stefnumótandi plöggum, svo sem læsisstefnu, og skýrslum í tengslum við þróunarverkefni - verklagi sem skólar og skólaþjónusta hafa mótað saman - samstarfsverkefnum heilsugæslu, skólaþjónustu og félagsþjónustu - áherslum hjá forvarnarhópi Árborgar - tillögum Erasmus+ faghópa frá árinu 2016 - tillögum starfshóps um frístundaheimili - þjóðarsáttmála um læsi - nýlegum reglugerðum og ýmsu efni frá menntamálayfirvöldum o.fl. Samþykkt að skipa stýrihóp sem í sitja formaður fræðslunefndar og fræðslustjóri. Eftirfarandi aðilar skipi svo sína fulltrúa, þ.e.a.s. foreldrar, kennarar, skólastjórar og leikskólastjórar. Nú á vorönn verði haldnir a.m.k. þrír hugarflugsfundir með ýmsum aðilum skólasamfélagsins. Stefnt að því að vinnunni verði að mestu lokið nú í vor og ný skólastefna taki gildi í byrjun næsta skólaárs.
     
3. 1701034 - Ársáætlun Árbæjar 2016-2017
  Til kynningar. Fræðslunefnd staðfestir ársáætlunina.
     
4. 1612261 - Starfsáætlun Hulduheima 2016-2017
  Til kynningar. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
Erindi til kynningar
5. 1611121 - Ný lesfimiviðmið og önnur viðmið
  Upplýsingapóstur Menntamálastofnunar frá 20. desember 2016 til kynningar.
     
6.   1612059 - Tillaga - Sveitarfélagið Árborg skilgreint sem barnvænt sveitarfélag
  Lagt fram til kynningar. - Tillaga Eyrúnar B. Magnúsdóttur, Æ-lista, um að Árborg verði skilgreint sem barnvænt sveitarfélag. Bæjarráð samþykkti að hefja formlegt ferli við verkefnið og vísaði því til fræðslunefndar, félagsmálanefndar og íþrótta- og menningarnefndar. - 8 skref í átt að barnvænu sveitarfélagi. Handbók sveitarfélaga við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Sviðsstjórar fræðslusviðs, félagþjónustu og menningar- og frístundasviðs hafa þegar haldið samstarfsfund til að ræða samræmingu á vinnunni framundan. Fræðslunefnd tekur vel í tillöguna en þessi vinna mun meðal annars nýtast í endurskoðun á skólastefnu Árborgar. Lagt til að fá fulltrúa frá UNICEF sem fyrst til að kynna verkefnið. Samþykkt að taka málið fljótlega aftur á dagskrá nefndarinnar og fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.
     
7. 1701021 - Álit - kröfur framhaldsskóla um greiningu á nemendum í 10. bekk
  Álit Mennta- og menningarmálaráðuneytis í janúar 2017 um kröfur framhaldsskóla um greiningar nemenda í 10. bekk. Ráðuneytið telur ekki eðlilegt að framhaldsskólar setji fram kröfu á grunnskóla um endurgreiningu á nemendum vegna sértækra námsörðugleika í 9. eða 10. bekk nema fyrir því liggi skýrar og málefnalegar ástæður í þágu viðkomandi nemenda.
     
8. 1610124 - Ytra mat á leikskólum 2017
  Bréf Menntamálastofnunar dags. 2. janúar 2017. Menntamálastofnun þakkar sýndan áhuga á þátttöku og hefur ákveðið ytra mat á starfsemi leikskólans Jötunheima haustið 2017.
     
9. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 9. desember 2016 til kynningar.
     
10. 1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 3. janúar 2017 til kynningar.
     
11. 1601126 - Fréttabréf fræðslusviðs 2016
  Fréttabréf fræðslusviðs í desember 2016 til kynningar.
     
12. 1608147 - Úttekt Persónuverndar á Mentor
  Til kynningar. - Bréf til allra sveitarfélaga - tilkynning um skil starfshóps, dags. 6. desember 2016. Þar kemur m.a. fram að sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum í samræmi við tillögur starfshópsins. - Skýrsla starfshóps frá nóvember 2016 til kynningar. Fræðslustjóra og skólastjórum grunnskóla falið að taka málið upp á samstarfsfundi og vinna að samræmdu verklagi í Árborg sem tekur mið af tillögum starfshópsins. Þegar þeirri vinnu er lokið verði niðurstaðan kynnt í fræðslunefnd.
     
13. 1701019 - Foreldraráð Álfheima
  Fundargerð frá 7. desember 2016 til kynningar.
     
14. 1612100 - Áskorun - stækkun bílastæðis við leikskólann Jötunheima
  Bréf frá desember 2016 til kynningar. Gert er ráð fyrir þessari framkvæmd árið 2018 í þriggja ára áætlun 2017-2019.
     
15. 1611039 - Áskorun um að ganga til samninga hið fyrsta við FT
  Til kynningar. - Tölvupóstur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum frá 2. janúar 2017 með bréfi sem var skrifað á gamlársdag 2016. - Bréf, dags. 9. janúar 2017, frá félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. - Athugasemdir KÍ við yfirlýsingu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. janúar 2017. Fræðslunefnd hvetur samninganefndir FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að leita allra leiða til að leysa sem fyrst þessa erfiðu stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum samningsaðila.
     
16. 1701031 - Dagur leikskólans 2017
  Bréf samstarfshóps um Dag leikskólans frá 4. janúar 2017 til kynningar. Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 6. febrúar 2017.
     
17. 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016
  Fréttabréf frá desember 2016 til kynningar.
     
18. 1701022 - Fundargerðir skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  Til kynningar fjórar fundargerðir frá ágúst til desember 2016.
     
19. 1701037 - Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs 2017
  Boðsbréf til kynningar.
     
20. 1608176 - Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla
  Þriðji fundur í samráði matráða frá 8. desember 2016 til kynningar.
     
21.   1612201 - Notkun nemenda á eigin snjalltækjum í grunn- og framhaldsskólum
  Til kynningar. Bréf, dags. 20. desember 2016, frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Umboðsmanni barna um notkun nemenda á eigin snjalltækjum í grunn- og framhaldsskólum.
     
22.   1701017 - Reglugerð um framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í grunnskólum
  Til kynningar. Tölvupóstur frá Guðna Olgeirssyni í Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 2. janúar 2016, um kynningu á drögum að reglugerð um framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Opið samráðsferli.
     
 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:33
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Brynhildur Jónsdóttir
Ragnheiður Guðmundsd.   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir   Málfríður Erna Samúelsd.
Aðalbjörg Skúladóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Leifur Viðarsson   Þorsteinn Hjartarson
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica