Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.1.2016

61. fundur bæjarráðs

61. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
18. fundur haldinn 6. janúar
-liður 12, mál nr. 1507155, tillaga að deiliskipulagi við Kotleysu Tanga. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 14, mál nr. 1504327, tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjastjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
2. 1502042 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
833. fundur haldinn 30. nóvember 834. fundur haldinn 11. desember
Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
3. 1502082 - Beiðni um niðurfellingu á gjöldum vegna byggingar á aðstöðu fyrir Stangaveiðifélag Selfoss
Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk til greiðslu byggingarleyfis- og tengigjalda sem sveitarfélagið innheimtir.
4. 1601021 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I (heimagisting) að Engjavegi 75, Selfossi
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um leyfi fyrir heimagistingu í íbúðarhúsinu að Engjavegi 75.
5. 1601030 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - Staður á Eyrarbakka þorrablót björgunarsveitarinnar Bjargar
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
6. 1601040 - Styrkbeiðni Kvennaráðgjafarinnar, dags. 4. janúar 2016, vegna reksturs Kvennaráðgjafarinnar
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
7. 1601043 - Beiðni Sláttu- og garðaþjónustu Suðurlands um afnot af lóðinni Hellismýri 10
Bæjarráð samþykkir að leigja lóðina ótímabundið, uppsagnarfrestur verði einn mánuður og gerður sérstakur leigusamningur um afnotin.
8. 1512165 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. desember 2016, um umsögn - frumvarp til laga um almennar íbúðir, heildarlög
http://www.althingi.is/altext/145/s/0643.html
Framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra er falið að senda umsögn.
9. 1512166 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. desember 2016, um umsögn - frumvarp til laga um húsaleigulög, réttarstaða leigjenda og leigusala
http://www.althingi.is/altext/145/s/0545.html
Framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra er falið að senda umsögn.
10. 1512167 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis dags. 21. desember 2016um umsögn - frumvarp til laga um húsnæðisbætur, heildarbætur
http://www.althingi.is/altext/145/s/0565.html
Framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra er falið að senda umsögn.
Erindi til kynningar
11. 1512174 - Ársskýrsla ART teymisins
Lagt fram til kynningar.
12. 1512164 - Hreyfivika UMFÍ 2016
Lagt fram til kynningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica