Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.10.2013

61. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

61. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. október 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1310042 - Fjárfestingaráætlun 2014

 

Fyrsti fundur haldinn um fjárfestingaráætlun ársins 2014. Næsti fundur áætlaður 21. okt. nk. 

 

Tómas Ellert lagði fram eftirfarandi bókun: 

„Undirritaður vill lýsa yfir mikilli ánægju með tillögur og vinnu framkvæmda- og veitunefndar að fjárfestingum fyrir árið 2014. Einnig get ég að mestu leyti tekið undir hóflegar óskir frá menningar- og frístundasviði og umhverfisdeild. Áherslur þeirra miða að því að fegra sveitarfélagið og bæta íþróttaaðstöðu íbúa.

 

Undirritaður tekur heils hugar undir þá hugmynd að byggja við Sundhöll Selfoss. Uppleggið er að auka og bæta þjónustu við íbúa og gesti sveitarfélagsins sem fyrir löngu var orðin tímabær framkvæmd. Sú hönnunartillaga sem kynnt var fyrir stjórn FRV fyrr á árinu hugnast mér þó ekki, því að mínu áliti þá uppfyllir hún ekki þær þarfir sem óskað hefur verið eftir. Þær hugmyndir sem lagðar voru fyrir bæjarstjórn af Arkþing á tíunda áratugnum eru mun meira í takt við þær þarfir sem uppfylla þarf.  Þegar ráðist er í framkvæmdir sem áætlað er að kosti um 180 milljónir króna þá þarf að vanda vel til verka.“

 

Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Tómas Ellert Tómasson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica