Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.10.2013

62. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

62. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn föstudaginn 11. október 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál

1.

1303148 - Borun á heitavatnsholu við Ósabotna í landi Stóra-Ármóts

 

Fundur haldinn um stöðu borverks við Ósabotna. Þórólfur H. Hafstað frá ÍSOR og fulltrúar verktaka, Guðmundur Karl og Kjartan, komu á fundinn og fóru yfir stöðu verksins. Nú er staðan sú að búið er að bora niður á 1346 m, stefnt er að ljúka borun þegar komið er niður á 1450 m, vænta má að það gerist á næstu dögum. Ekki er talin ástæða til að bora dýpra þar sem þegar er komið nægt vatnsmagn til virkjunar holunnar.  Í framhaldinu verður holan afkastamæld með tilliti til vinnslugetu og áhrif á aðrar holur á vinnslusvæðinu.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

 

Gunnar Egilsson

 

Eggert Valur Guðmundsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica