63. fundur bæjarráðs
63. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. október 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um kvótaskerðingu.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 2007
frá 27.09.07
-liður 9, 0708138, bæjarráð samþykkir samruna Eystra-Stokkseyrarsels og Vestra-Stokkseyrarsels, landnr. 165572. Bæjarráð samþykkir að landinu verði skipt í 21 jarðarhluta með lögbýlisrétti.
-liður 12, 0709108, bæjarráð samþykkir að lóðir í Fossnesi verði auglýstar.
Fundargerðin staðfest.
2. 0703038 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
frá 27.09.07
Bæjarráð tekur undir þakkir framkvæmda- og veitustjórnar til framkvæmdastjóra sviðsins, Ásbjörns Blöndal, fyrir afar gott starf í þágu sveitarfélagsins, en hann er nú að láta af störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar honum samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0702070 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
frá 19.09.07
Lögð fram.
4. 0702012 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands
frá 21.09.07
Lögð fram.
Almenn erindi
5. 0703040 - Umsókn Skeljungs hf. um lóð við Hellismýri
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
6. 0609074 - Fundir bæjarráðs - frestun 64. fundar um einn sólarhring
Lagt er til að 64. fundi bæjarráðs verði frestað um einn sólarhring, verði haldinn föstudaginn 12. október.
Samþykkt samhljóða.
7. 0710010 - Tillaga að bókun um kvótaskerðingu fyrir fiskveiðiárið 2007-2008
Bæjarráð Árborgar lýsir áhyggjum sínum vegna kvótaskerðingar fyrir fiskveiðiárið 2007-2008 sem mun hafa veruleg áhrif á afkomu atvinnuvega og sveitarfélaga víðsvegar um land.
Erindi til kynningar
8. 0709136 - Tímaplan vegna fjárhagsáætlunar 2008
Tímaplanið var lagt fram.
9. 0709135 - Aðalfundur SASS 2007
Lagt fram.
10. 0708044 - Bréf Iðnaðarráðuneytisins um afmörkun veitusvæðis raforkudreifingar á Selfossi
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá afgreiðslu málsins sem kemur fram í erindinu og felur bæjarstjóra að leita eftir fundi með iðnaðarráðherra vegna málsins.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40.
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir