64. fundur bæjarráðs
64. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn föstudaginn 12. október 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 10:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Snorri Finnlaugsson, D-lista, leitaði afbrigða til að taka á dagskrá bókun um menningarsal. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701035 - Fundargerð landbúnaðarnefndar
frá 04.10.07
-liður 1, 0709024, bæjarráð vísar samþykkt um hundahald til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
-liður 2, 0709037, bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar um stofnun lögbýlis í landi Jórvíkur.
-liður 3, 0709027, afgreiðsla bæjarráðs um stofnun lögbýlis á landsspildunni Skák bíður umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
2. 0702012 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands
frá 01.10.07
-liður 4, bæjarráð tekur undir áskorun stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands til heilbrigðisráðherra um að fjölgað verði stöðugildum sálfræðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands svo biðtími barna eftir sálfræðiþjónustu styttist frá því sem nú er.
Fundargerðin lögð fram.
3. 0702029 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
frá 28.09.07
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
4. 0709136 - Verklag og reglur um fjárhagsáætlun 2008
Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir reglurnar.
Umræður urðu um reglurnar.
Reglurnar voru samþykktar með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum og er framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að ganga frá endanlegum reglum.
5. 0709111 - Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks um menningarsal
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Á 62. fundi bæjarráðs var lögð fram fyrirspurn um menningarsal. Fyrirspurninni var ekki svarað á 63. fundi bæjarráðs og er svar við fyrirspurninni ekki á dagskrá þessa fundar. Ég óska eindregið eftir því að svar við fyrirspurn þessari liggi fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi 17. okt. n.k. þegar fundargerð 62. fundar bæjarráðs verður þar til umræðu.
Erindi til kynningar
6. 0710004 - 9. norræna lýðheilsuráðstefnan 2008
Lagt fram.
7. 0709137 - Staðardagskrá 21 og sjálfbær þróun - ráðgjöf
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir