64. fundur bæjarráðs
64. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
| Fundargerðir til staðfestingar | ||
| 1. | 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar | |
| 16. fundur haldinn 13. janúar | ||
| Fundargerðin staðfest. | ||
| 2. | 1601004 - Fundargerð félagsmálanefndar 2016 | |
| 18. fundur haldinn 2. febrúar | ||
| -liður 1501120, reglur um fjárhagsaðstoð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar. Fundargerðin staðfest. | ||
| 3. | 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
| 19. fundur haldinn 3. febrúar | ||
| -liður 12, mál nr. 1302259, tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. | ||
| Fundargerðir til kynningar | ||
| 4. | 1601449 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga | |
| 175. fundur haldinn 25. janúar | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 5. | 1602004 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
| 169. fundur haldinn 22. janúar | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 6. | 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS | |
| 504. fundur haldinn 15. janúar | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| Almenn afgreiðslumál | ||
| 7. | 1601521 - Beiðni Sæbýlis ehf um áframhaldandi afslátt af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi | |
| Bæjarráð samþykkir áframhaldandi afslátt af hitaveitugjaldi vegna þróunarverkefnisins í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar að lútandi. | ||
| 8. | 1511034 - Samvinna Árborgar og Flóahrepps í ferðaþjónustuverkefnum | |
| Lögð voru fram drög að samkomulagi um samstarf við rekstur upplýsingamiðstöðvar og verkefni tengd ferðaþjónustu. Bæjarráð staðfestir samninginn. | ||
| 9. | 1602020 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - þorrablót Búnaðarfélags Stokkseyrar í íþróttahúsi Stokkseyrar | |
| Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
| 10. | 1601445 - Beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn, dags. 22. janúar 2016, um breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012 | |
| Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og skipulags- og byggingarfulltrúa að skila umsögn um reglugerðardrögin. | ||
| 11. | 1601499 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. janúar 2016, um umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga - skilgreining og álagning vatnsgjalds | |
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 12. | 1601500 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. janúar 2016, um umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna, gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna | |
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 13. | 1601519 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 29. janúar 2016, um umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. | |
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 14. | 1602058 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 5. febrúar 2016, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra | |
| Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra. | ||
| 15. | 1602066 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista um styrk frá Sorpstöð Suðurlands vegna kynningarefnis á sorpflokkun og endurvinnslumöguleikum | |
| Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn sem verður svarað á næsta fundi: Á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands í október 2014 var samþykkt að aðildarsveitarfélögin fengju styrk/fjárframlög til þess að standa straum af kostnaði við gerð kynningarefnis á sorpflokkun og endurvinnslumöguleikum í sveitarfélögunum. Hefur Svf. Árborg fengið þennan styrk? Hversu hár var styrkurinn og hvernig hefur hann verið nýttur? Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista | ||
| Erindi til kynningar | ||
| 16. | 1602054 - Áskorun Umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum | |
| Lögð var fram áskorun Umboðsmanns barna þar sem minnt er á að setja hagsmuni barna í forgang. | ||
| 17. | 0611106 - Viðbygging við verknámshúsið Hamar, framvinduskýrsla | |
| Lagt fram. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir