Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.10.2007

65. fundur bæjarráðs

65. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 18. október 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi, D-lista, varamaður Eyþórs Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni byggingarfulltrúa um álagningu dagsekta. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0701012 - Fundargerð félagsmálanefndar
frá 08.10.2007


-liður 4, 0709084, lögð var fram tillaga meirihlutans um að bæjarráð samþykki að á árinu 2008 verði íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga í Árborg niðurgreitt um kr. 10.000 - fyrir hvert barn samkvæmt sérstökum reglum þar um. Samþykktin gildi frá og með haustinu 2008. Verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála er falið að vinna að reglum um framkvæmd slíkra greiðslna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar eigi síðar en 1. apríl n.k. Um er að ræða fyrsta skrefið í niðurgreiðslum af þessu tagi vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga í Árborg.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Snorri Finnlaugsson, D-lista, sat hjá við afgreiðslu málsins. Óskaði hann eftir að bókað yrði að hann hefði viljað sjá reglurnar fyrst, áður en föst upphæð yrði ákveðin.
Fundargerðin staðfest.

2. 0701055 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
frá 11.10.2007


Bæjarráð tekur undir hamingjuóskir til formanns skólanefndar með dótturina og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.
-liður 4, 0710025, bæjarráð þakkar skólanefnd umsögn um stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum og gerir hana að sinni.
-liður 5, 0710024, bæjarráð fagnar framtaki skólanefndar og leggur áherslu á mikilvægi öflugrar og nútímalegrar skólastefnu.
Fundargerðin staðfest.

3. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 11.10.2007


-liður 6, 0709027, beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis í landinu Skák í landi Byggðarhorns, afgreiðslu málsins er frestað og bæjarritara falið að fara yfir málið.
-liður 12, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að gerð verði breyting á deiliskipulagi Austurbyggðar vegna spennistöðvar. Bæjarráð bendir á að beðið er fundar með iðnaðarráðherra vegna raforkudreifingar.
-liður 13, 0708107, bæjarráð tekur undir að enn sé eftir að ljúka frágangi á opnum svæðum á Eyrarbakka og Stokkseyri og mikilvægt er að gera áætlun um hvernig því skuli lokið. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitustjórn að gera tímasetta framkvæmdaáætlun um hvernig ljúka megi þessum endurbótum.
Fundargerðin staðfest.

4. 0701013 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra
frá 16.05.07, 20.06.07, 19.07.07, 22.08.07, 19.09.07


Fundargerðirnar staðfestar.

Fundargerðir til kynningar:

5.  0701073 - Fundargerð stjórnar SASS 2007

Fundargerðin lögð fram.

6. 0701067 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

7.  0709040 - Bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 05.10.07, beiðni um umsögn vegna starfsleyfis til Flugklúbbs Selfoss fyrir Selfossflugvelli

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna að umsögn og leggja mat á tillögur um takmarkanir.

8.  0710054 - Beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis úr landi Austurkots, landnr. 207 346.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

9.  0502045 - Kaupsamningur vegna sölu á húseign á gámasvæði í Hellislandi - til staðfestingar

Bæjarráð staðfestir samninginn.

10.  0710068 - Beiðni um að lagðar verði dagsektir á eiganda iðnaðarhúsnæðis að Gagnheiði 23, ehl. 0102, fastanr. 228-4558

Þar sem Ísris ehf., kt. 640101-3770, Kópavogsbraut 93, Kópavogi, hefur ekki sinnt tilmælum skipulags- og byggingarfulltrúa um úrbætur á húsnæðinu að Gagnheiði 23, Selfossi, ehl. 0102, fastanr. 228-4558, og að búsetu skuli þegar í stað hætt í húsnæðinu eða athafnarými rýmt, má Ísris ehf. búast við álagningu dagsekta hafi ekki verið orðið við tilmælum skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir 31. október n.k., skv. heimild í 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Ísrisi ehf er veittur frestur til að andmæla álagningu dagsekta til 31. október n.k.

Erindi til kynningar

11. 0710034 - Átak CEMR í þróunaraðstoð

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Jón Hjartarson                                    
Snorri Finnlaugsson
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica