65. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
65. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 13. nóvember 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||||||||||||||||||
1. |
1311046 - Gjaldskrá sorphirðu í Árborg 2014 |
|||||||||||||||||
Stjórnin samþykkir 5% hækkun á gjaldskrá sorphirðu í Árborg. Síðasta gjaldskrárhækkun vegna sorphirðu var samþykkt af framkvæmda- og veitustjórn 15. des. 2010 og tók hún gildi í ársbyrjun 2011. |
||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
2. |
1310170 - Gjaldskrá vegna fráveitu (rotþróA) |
|||||||||||||||||
Stjórnin samþykkir neðangreinda gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa í Svf. Árborg. Fyrir hreinsun og tæmingu rotþróar skal húseigandi greiða eftirfarandi rotþróargjald fyrir hverja losun fyrir sig:
Verð miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að standa fjær rotþró en 10 metra. Fyrir hverja 10 metra umfram það skal greiða kr. 2.830. Stjórnin ákveður að ráðast í endurskoðun á reglum vegna hreinsunar á rotþróm í Svf. Árborg. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.
|
||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
3. |
1310040 - Gjaldskrá Selfossveitna 2014 |
|||||||||||||||||
Lögð var fram tillaga um 5% hækkun á gjaldskrá Selfossveitna. Bókun vegna tillögu um gjaldskrárhækkun Selfossveitna. „Undirritaðir fulltrúar í F&V mótmæla harðlega fyrirliggjandi tillögu um hækkun á gjaldskrá Selfossveitna á heitu vatni um 5% sem liggur fyrir þessum fundi. Sú hækkun er verulega umfram það sem stjórn framkvæmda- og veitustjórnar hafði áður samþykkt og myndi hafa í för með sér rúma 40% hækkun á heitu vatni á kjörtímabilinu. Á fundi stjórnar F&V þann 9. október síðastliðinn var ákveðið að hækka gjaldskrána um 3,3%. Sú ákvörðun var í samræmi við ákvörðun stjórnar frá 36. fundi 20. júní um að gjaldskráin fylgi almennum verðlagshækkunum. Sú gjaldskrárhækkun sem hér er lögð til er verulega hærri en sú samþykkt heimilar og spár um almenna verðlagsþróun fyrir árið 2014. Að mati undirritaðra er þessi aukna hækkun ekkert annað en illa dulin skattahækkun á íbúa Sveitarfélagsins Árborgar, dulbúin sem hækkun gjaldskrár á heitu vatni. Undirritaðir benda á að ef þessi tillaga verður samþykkt hefur verð á heitu vatni í sveitarfélaginu hækkað um rúm 43% á kjörtímabilinu sem er langt umfram launaþróun helstu launþegahópa. Ákvörðun um slíka stórhækkun á lífsnauðsynjunum á öll heimili í sveitarfélaginu er tekin án tillits til tekna og stöðu. Því mótmæla undirritaðir nefndarmenn þessari auknu hækkun eindregið.“ Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S- lista. Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V- lista. Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun: Breyting á vaktafyrirkomulagi og hækkun aðfanga umfram verðbólgu sem ekki lágu fyrir á fundi þann 9. október 2013 skýrir breytingu frá því sem framkvæmda- og veitustjórn hafði áður samþykkt. Sem dæmi þá hefur orðið umtalsverð hækkun á rafmagni. Einnig voru endurnýjanir á mælum færðar úr fjárfestingum í rekstur í bókhaldi sviðsins. Breytingar á forsendum á fyrri samþykkt úr 3.3% í 5.0% , þegar fyrri gjaldskrárbreyting var ákveðin, þýðir um 150 kr. hækkun á meðalheimili á mánuði í sveitarfélaginu. Það er skylda okkar sem kjörinna fulltrúa að reka veiturnar ekki með tapi. Gunnar Egilsson, formaður Ingvi Rafn Sigurðsson Tómas Ellert Tómasson Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista. Fulltrúar S-lista og V-lista greiddu atkvæði á móti. |
||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
4. |
1310128 - Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2014 |
|||||||||||||||||
Stjórnin samþykkir 4% hækkun á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg. |
||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
5. |
1310127 - Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2014 |
|||||||||||||||||
Stjórnin samþykkir 4% hækkun á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg. |
||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
6. |
1310195 - Styrkbeiðni - vegagerð í Hellisskógi 2014 |
|||||||||||||||||
Stjórnin samþykkir að veita 1,0 milljón í verkið árið 2014 og einna milljón árið 2015. Kostnaði verði vísað til síðari umræðu fjárfestingaráætlunar í bæjarstjórn. |
||||||||||||||||||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:54
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |