Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.3.2016

66. fundur bæjarráðs

66. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 3. mars 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601004 - Fundargerð félagsmálanefndar
  19. fundur haldinn 25. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1209077 - Fundargerð byggingarnefndar vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu
  6. fundur haldinn 11. febrúar
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1602066 - Fyrirspurn frá Örnu Ír Gunnarsdóttur um nýtingu á styrk frá Sorpstöð Suðurlands vegna gerðar kynningarefnis
  Sveitarfélagið Árborg hefur ekki nýtt það fé sem Sorpstöð Suðurlands hefur úthlutað til gerðar kynningarefnis. Arna Ír lagði fram eftirfarandi bókun: Það vekur furðu að peningarnir skulu ekki enn hafa vera nýttir til kynningar á möguleikum til sorpflokkunar eins og átti að gera. Það er skoðun undirritaðrar að þetta sýni ákveðið metnaðarleysi meirihlutans í þessum málum. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
     
4. 1602174 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 22. febrúar 2016, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - Blómsturvellir 2, Stokkseyri, heimagisting
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
5. 1602181 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, um umsögn - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - uppbygging ferðamannastaða
  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1602180 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, um umsögn - frumvarp til laga um uppbyggingu áningastaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1602183 - Auglýsing UMFÍ eftir aðilum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 22. Unglingalandsmót UMFÍ 2019
  Bæjarráð felur menningar- og tómstundafulltrúa að kanna möguleikann á að sækja um að halda Unglingalandsmótið 2019 í samstarfið við HSK.
     
8. 1602193 - Ályktun sérfræðinga hjá félagsþjónustu vegna skerðingar vistunartíma í leikskólum og skólavistun í Árborg
  Ályktunin lögð fram. Bæjarráð óskar eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Helgi S. Haraldsson, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði að hann taki undir ályktunina. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Það er full ástæða til þess að taka áhyggjur fagfólks félagsþjónustunnar alvarlega og mikilvægt að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
     
9. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
  Lögð voru fram drög að samkomulagi milli Velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar, þar sem óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Árbogar til kostnaðarskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð fagnar því að tekin hafi verið ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg, enda mjög brýn þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma.
     
Erindi til kynningar
10. 1008004 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. febrúar 2016
  Með úrskurðinum er ólögmæt synjun Sveitarfélagsins Ölfuss á heimild Árborgar til rannsóknarborunar vegna vatnsöflunar á eigin landi felld úr gildi. Bæjarráð fagnar því að niðurstaða liggi loks fyrir.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20.

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica