66. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
66. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 4. desember 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1311160 - Hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir í Ölfusá |
|
Páll Bjarnason frá Verkfræðistofu Suðurlands kom inn á fundinn og kynnti stöðu á undirbúningi vegna byggingar fráveituhreinsistöðvar við Geitanesflúðir í Ölfusá. Stefnt er að því að bjóða út framkvæmdir fljótlega á næsta ári þegar hönnun og skipulagsferli er lokið. |
||
|
||
2. |
1308067 - Fráveita Árborgar - meðhöndlun á fráveituvatni 2013 |
|
Torfi G. Sigurðsson og Sverrir Óskar Elefsen frá Mannviti kynntu niðurstöður mengunarmælinga í Ölfusá sem framkvæmdar voru í október sl. Niðurstöðurnar verða notaðar í lokaskýrslu um skilgreiningu á Ölfusá sem viðtaka fráveituvatns. Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sat kynninguna. |
||
|
||
3. |
1310040 - Gjaldskrá Selfossveitna 2014 |
|
Stjórn Selfossveitna samþykkir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 3,3% á milli ára. Með því er stjórnin að svara ákalli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að sveitarfélög og aðrir aðilar fari sér hægt í gjaldskrárhækkunum í aðdraganda kjarasamninga til að halda verðbólgu í skefjum. Bókun fulltrúa D-lista: „Dregin er til baka fyrri ákvörðun um 5% hækkun á gjaldskrá. Sú ákvörðun mun að óbreyttu þýða að 2.2 milljóna króna tap verður á rekstri veitnanna fyrir árið 2014. Það er von fulltrúa D-lista að almenn sátt í þjóðfélaginu er varðar hag heimilanna muni gera það að verkum að ekki komi til taprekstrar á komandi ári, enda útgjöld veitnanna að mestu vísitölutengd.“ Bókun vegna breytinga á áður samþykktri gjaldskrá Selfossveitna. „Undirritaðir fagna því að stjórn framkvæmda- og veitustjórnar hafi tekið tillit til sjónarmiða fulltrúa minnihlutans við gjaldskrárbreytingar Selfossveitna fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.“ Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista. Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista |
||
|
||
4. |
1206102 - Rekstrarform Selfossveitna |
|
Ólafur Gestsson frá PWC kom á fundinn og fór yfir rekstrarfyrirkomulag Selfossveitna. |
||
|
||
5. |
1301259 - Upplýsingar - frárennslismál við Selfoss |
|
Erindi frá stjórn Veiðifélags Árnesinga lagt fram til kynningar. Stjórnin ákveður að kynna áform sveitarfélagsins um hreinsun fráveituvatns fyrir stjórn Veiðifélags Árnesinga á næsta fundi sem verður 18. des. nk. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:15
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |