Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.10.2018

4. fundur fræðslunefndar

4. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 10. október 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður, S-lista Guðmunda Ólafsdóttir, nefndarmaður, B-lista Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, nefndarmaður, Á-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, nefndarmaður, D-lista Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Anna Linda Sigurðardóttir, fulltrúi kennara Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2.   1809274 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2018-2019
  Birgir Edwald kynnti megináherslur í þessum starfsáætlunum sem fræðslunefnd staðfestir.
     
3.   1810006 - Starfsskýrsla Hulduheima 2018
  Fræðslunefnd staðfestir starfsskýrsluna.
     
4.   1809138 - Tillaga UNGSÁ um endurskinsvesti handa 1. bekkjar nemendum
  Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að funda með fulltrúum Samborgar um málið þar sem foreldrafélag Sunnulækjarskóla hefur gefið slík vesti til 1. bekkinga.
     
5.   1809140 - Tillaga UNGSÁ um sundlaugar við Sunnulækjarskóla eða nýjan grunnskóla í Björkurstykki
  Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir góða og metnaðarfulla tillögu. Þessi mál eru nú þegar til skoðunar hjá byggingarnefnd nýs grunnskóla og faghópi um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg. Erindinu verður komið á framfæri við þessa aðila.
     
6.   1809149 - Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma í grunnskólum
  Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir þessa tillögu um lífsleiknitíma í grunnskólum Árborgar. Nefndin tekur undir það sem þar kemur fram, svo sem um mikilvægi fræðslu um réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp og kynfræðslu. Skólastjórnendur og lífsleiknikennarar eru hvattir til að bregðast við þessum ábendingum. Fræðslustjóra falið að skoða þetta vel í samstarfi við skólastjóra grunnskólanna. Málið verður sett aftur á dagskrá fræðslunefndar í byrjun næsta árs.
     
7.   1810050 - Starfsdagar frístundaheimila í Árborg 2018-2019
  Tillagan byggir á nýlegum reglum um frístundaheimili í Árborg. Samþykkt að starfsdagar verði 5. nóvember nk. og 1. mars 2019. Þá verði starfsdagar frístundaheimila framvegis settir inn í skóladagatal.
     
8.   1810035 - Gjaldskrá frístundaheimila í Árborg
  Tillaga frá forstöðumannahópi frístundaheimila í Árborg. Fræðslunefnd felur forstöðumönnum frístundaheimila, fagráðgjafa og fjármálastjóra Árborgar að móta tillögu að breytingum á gjaldskrá.
     
Erindi til kynningar
1.   1809250 - Ársskýrsla fræðslusvið 2017-2018
  Anna Ingadóttir og Þorsteinn Hjartarson kynntu helstu atriði skýrslunnar, m.a. lykiltölur skólaþjónustu.
     
9.   1809252 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2017-2018
  Birgir Edwald kynnti meginefni skýrslunnar.
     
10.   1810007 - Starfsmannahandbók Sunnulækjarskóla 2018-2019
  Birgir Edwald kynnti handbókina.
     
11.   1807023 - Skólahverfamál í Árborg - greining á búsetu nemenda
  Skýrsla VSÓ til kynningar. Fræðslustjóra falið að koma á fundi með skýrsluhöfundi.
     
12.   1809254 - Snemmtæk íhlutun í Árborg
  Samantekt hugarflugsfundar til kynningar.
     
13.   1802201 - Samstarfsfundur leikskólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 2. október 2018 til kynningar.
     
14.   1802006 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 18. september 2019 til kynningar.
     
15.   1809094 - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019
  Til kynningar.
     
16.   1809253 - Samstarfsfundir yfirmanna skólamötuneyta í Árborg
  Fundargerð frá 20. september 2018 til kynningar.
     
17.   1810005 - Fréttabréf Hulduheima
  Hulduheimafréttir í september 2018 til kynningar.
     
18.   1803017 - Álfheimafréttir
  Álfheimafréttir í september 2018 til kynningar. Í fréttabréfinu er m.a. fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins.
     
19.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Til kynningar. Fundargerð 3. fundar sem var haldinn 13. september 2018.
     
20.   1808024 - Erindisbréf fræðslunefndar
  Til kynningar. Nýtt erindisbréf var samþykkt í bæjarstjórn 19. september 2018.
     
21.   1808153 - Samræmd könnunarpróf skólaárið 2018-2019
  Til kynningar. Tölvupóstur Menntamálastofnunar, dags. 2. október 2018,um breyttar dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 9. bekk í mars nk.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:59
Arna Ír Gunnarsdóttir   Guðmunda Ólafsdóttir
Gunnar E. Sigurbjörnsson   Brynhildur Jónsdóttir
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir   Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir   Anna Linda Sigurðardóttir
Sandra Guðmundsdóttir   Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir
Þorsteinn Hjartarson    
                     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica