67. fundur bæjarráðs
67. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701118 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar frá 31.10.07
Fundargerðin staðfest.
2. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 25.10.07
-liður 13, 0706108, deiliskipulag lóðar fyrir íbúðir aldraðra við Kaðlastaði, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að leitað verði umsagnar umhverfisnefndar.
-liður 14, 0710085, tillaga að deiliskipulagi fyrir Eystra-Stokkseyrarsel, bæjarráð samþykkir að tillagan verði send til yfirferðar rýnihóps um skipulagsmál.
Fundargerðin staðfest.
3. 0702011 - Fundargerð umhverfisnefndar frá 24.10.07
-liður 1 (mál tekið inn á afbrigðum), 0710119, lóð leikskólans við Árbæ, bæjarráð þakkar ábendinguna en kýs að setja málið í annan farveg. Málið er á dagskrá Framkvæmda- og veitustjórnar síðar í dag, fimmtudag 8. nóvember. Bæjarráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að gera endurbætur á lóðinni við Árbæ og felur framkvæmda- og veitustjórn að vísa málinu í réttan farveg innan sviðsins. Benda má á að bæjarráði hefur ekki borist nein kvörtun vegna þessa máls. Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Ég þakka umhverfisnefnd þarfa ábendingu enda er brýnt að nefndarmenn haldi vöku sinni. Umhverfisnefnd hefur með þessu og öðru sýnt þarft frumkvæði með því að benda á það sem aflaga fer.
-liður 2 (mál tekið inn á afbrigðum) bæjarráð tekur undir að umgengi er oft slæm í miðbæ Selfoss og mikilvægt er að bregðast við því m.a. með samstarfi við fyrirtækjaeigendur og þjónustuaðila á svæðinu. Bæjarráð óskar hins vegar eftir nánari útfærslu tillögunnar áður en lengra verður haldið og bendir á að samráð þarf að hafa við aðrar deildir innan Framkvæmda- og veitusviðs um þetta verkefni. Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Ég þakka frumkvæði umhverfisnefndar og vona að endurbætur tefjist ekki í stjórnkerfinu.
-liður 4, (bókun tekin inn á afbrigðum), bæjarráð bendir á að umsókn hefur ekki borist skipulags- og byggingarnefnd frá fyrirtækinu.
-liður 1 á dagskrá, 0709137, Staðardagskrá 21, bæjarráð felur yfirverkstjóra umhverfisdeildar að undirbúa frekari innleiðingu Staðardagskrár 21.
-liður 2 á dagskrá, 0710083, umhverfisstefna Árborgar, bæjarráð tekur undir afgreiðslu nefndarinnar.
Fundargerðin staðfest með framkomnum athugasemdum.
4. 0701126 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 12.10.07
Fundargerðin lögð fram.
5. 0702012 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 29.10.07
Fundargerðin lögð fram.
6. 0702070 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 15.10.07
Fundargerðin lögð fram.
7. 0604007 - Fundargerð stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf. frá 30.10.07
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
8. 0711011 - Erindi frá Fjárfestingarstofu varðandi athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í einstökum sveitarfélögum
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og skal færa kostnað, kr. 400.000 á liðinn óráðstafað.
9. 0711009 - Beiðni HSK um styrkveitingu
Bæjarráð hafnar erindinu. Framlög Árborgar til HSK fara í gegnum héraðsnefnd Árnesinga. Bæjarráð bendir á að nú stendur yfir stórtæk uppbygging íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Allt kapp verður lagt á að ljúka uppbyggingunni fyrir 2012. Landsmótið árið 2012 er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, HSK og UMFÍ.
10. 0710121 - Erindi Guðmundar Sæmundssonar, varðandi beiðni um kaup á landi
Bæjarráð felur bæjarritara og bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
11. 0710106 - Erindi Markaðsstofu Suðurlands ehf. varðandi þjónustusamning við sveitarfélög á Suðurlandi
Bæjarráð þakkar erindið og vísar erindinu til atvinnumálanefndar og menningarnefndar til umsagnar.
Eyþór Arnalds D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Ég fagna framtaki þessu og vænti þess að það fái góða og hraða afgreiðslu í kerfinu. Mikilvægt er að taka vel á móti þessum hugmyndum sem eru afar mikilvægar í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.
12. 0709111 - Erindi FF800 ehf um menningarsal í húsakynnum Hótel Selfoss
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við bréfritara.
13. 0708074 - Styrkbeiðni - Svalamótið í körfubolta
Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnað kr. 126.000 skal færa á liðinn óráðstafað.
14. 0608118 - Niðurstaða úr vinnu þriggja manna hóps um framtíð Selfossflugvallar
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum gott starf.
Lagt var til að tillagan yrði samþykkt og vísað til aðalskipulagshópsins til úrvinnslu.
Eyþór Arnalds, D-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:
Niðurstaða Flugvallarhópsins verði send á ný í vinnuhópinn þar sem margt er óljóst varðandi niðurstöðu hans, auk þess sem hann horfir lítt til framtíðar.
Greinargerð:
Talsvert skortir upp á að niðurstaða Flugvallarhóps horfi nægjanlega til framtíðar. Flugklúbbur Selfoss hefur sett mark sitt á bæjarlífið og ber að styðja hann eins og kostur er. Á hitt ber að líta að með þessari niðurstöðu er verið að festa verðmætt byggingarland undir flugvöll án þess að hann geti nýst í atvinnu- og ferðamálaskyni. Hvorki er farin sú leið að nýta landið sem íbúabyggð né sú leið að tryggja framtíð atvinnuflugvallar í nágrenni við Selfoss.
Fjölmargir aðilar hafa haft samband við bæjarfulltrúa vegna áhuga á að flytja flugstarfssemi sína til Árborgar. Þá er þeir margir aðilar í ferðaþjónustu sem telja að rétt sé að huga nú að flugvelli á Suðurlandi. Nýlegt SASS þing ályktaði sérstaklega um þetta mál á Klaustri um síðustu helgi og er því ljóst að þetta mál er lifandi í umræðu meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi. Það er skoðun bæjarfulltrúa D-lista að sá framtíðar flugvöllur eigi að vera í nágrenni við Árborg, enda séu það bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar og Árborgar.
Þá er margt óljóst í niðurstöðu hópsins varðandi tímalengd og fyrirkomulag. Það eina sem er ljóst er að það verður unnið í samráði við Flugklúbb Selfoss. Ekki er ljóst hvernig „fluggarðar" verði skipulagðir sem getið er um í 3. og 5. grein, né „Fluggarðabyggð" sem er nýmæli í skipulaginu og þarfnast frekari skoðunar og skýringa. Þá er talað um í 6. grein að flugvöllurinn verði „hobbývöllur" með kennslu „eins og verið hefur síðustu 33 ár", en í 7. Grein er talað um að; Kennslustarfssemi verði ekki heimiluð á vellinum! Ætla má að niðurstöður vinnuhópsins hafi verið unnar full hratt ef marka má þessi atriði sem og önnur.
Breytingartillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Tillaga meirihlutans var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
15. 0608118 - Tillaga um að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisnefnd að tilnefna fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags Árborgar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
16. 0504050 - Tillaga um að Kjartan Ólason, formaður skipulags- og byggingarnefndar, taki sæti Torfa Áskelssonar, fyrrverandi formanns, í byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
17. 0312038 - Framvinduskýrsla Beluga ehf - Mótun umhverfisstefnu og setning markmiða fyrir einstakar undirstofnanir sveitarfélagsins Árborgar
Bæjarráð þakkar skýrsluna og stofnunum sveitarfélagsins fyrir virka þátttöku og jákvæð viðhorf. Bæjarráð hvetur til áframhaldandi árvekni um umhverfismál.
Erindi til kynningar18. 0706088 - Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við Fræðslunet Suðurlands um fræðslu, sí- og endurmenntun
Til kynningar.
19. 0710115 - Ársskýrsla 2006 Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Til kynningar. Bæjarráð þakkar HSu afar gott samstarf gegnum árin og óskar stofnuninni velfarnaðar á þeim uppbyggingartímum sem framundan eru.
20. 0710128 - Álagningarskrá lögaðila 2007
Álagningarskráin liggur frammi.
21. 0710105 - Verkefnið Skólar á grænni grein / Grænfáninn
Til kynningar.
22. 0706036 - Upplýsingar um úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2007
Kynnt sú niðurstaða að sveitarfélagið fær úthlutað 400.000 króna styrk vegna Skólasögusafns Íslands. Bæjarráð þakkar Styrktarsjóði EBÍ góðar undirtektir.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00.
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir