Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.3.2016

67. fundur bæjarráðs

67. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. mars 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umsókn um tækifærisleyfi í íþróttahúsi Vallaskóla. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  20. fundur haldinn 2. mars
  -liður 6, 1602112, umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjaveg/íþróttavöll.   Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 8, 1512074, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 9, 1511230, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns- og hitaveitu, FSu Hamar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 10, 1510194, breyting á skipulagi lóða í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 11, 1602182, tillaga að deiliskipulagslýsingu vegna dælustöðvar í landi Gamla-Hrauns.  Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst og kynnt. -liður 14, 1405411, tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 15, 1507134, tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagi.  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt almenningi og tillaga að breyttu aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók undir bókun Guðlaugar Einarsdóttur, S-lista, um deiliskipulag miðbæjar sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1603043 - Fundargerð Vinnumarkaðsráðs Suðurlands
  38. fundur haldinn 12. febrúar
  Lagt fram.
     
3. 1603057 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016
  835. fundur haldinn 29. janúar 836. fundur haldinn 26. febrúar
  Lagt fram.
     
4. 1603085 - Fundargerð stjórnar Bergrisans bs.
  17. fundur haldinn 3. mars
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5. 1404071 - Tillaga að skipan í starfshóp um frístundaheimili
  Lögð var fram tillaga fræðslustjóra um skipan í starfshóp um frístundaheimili í Árborg. Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir aðilar taki setu í hópnum: Bragi Bjarnason, fulltrúi frístundamála, Halla Hinriksdóttir, v/málefna fatlaðra barna, Ástrós Rún Sigurðardóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Óskað er eftir að Samborg, foreldrasamtök í Árborg, skipi einn fulltrúa og UMF Selfoss skipi einn fulltrúa íþrótta- og tómstundafélaga. Starfsmaður hópsins verði Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi. Fleiri verði svo kallaðir til á einstaka fundi eftir þörfum hverju sinni.
     
6. 1602193 - Ályktun sérfræðinga í félagsþjónustu vegna skerðingar vistunartíma í leikskólum og skólavistun í Árborg
  Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, komu inn á fundinn.
     
7. 1602121 - Beiðni N4 sjónvarps um áframhaldandi samstarf Árborgar og N4 sjónvarps um þátttöku í þáttaröðinni Að sunnan
  Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.
     
8. 1603040 - Drög að samkomulagi milli Velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg
  Bæjarráð samþykkir að greiða 15% stofnkostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis skv. lögum um málefni aldraðra. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að kynna sveitarfélögum í Árnessýslu, sem unnið hafa að því ásamt Sveitarfélaginu Árborg að fá hjúkrunarheimili á svæðið, þau samningsdrög sem nú liggja fyrir. Sveitarfélögin hafa staðið þétt saman í þeirri vinnu sem staðið hefur yfir og mikilvægt að áfram verði um gott samstarf að ræða.
     
9. 1603044 - Íbúafjöldi í Árborg 2016
  Lagðar voru fram tölur um íbúafjölda í Árborg hinn 1. mars sl. Íbúar voru þá alls 8.272.
     
10. 1603056 - Styrkbeiðni Yrkjusjóðs, dags. 26. febrúar 2016, vegna plöntukaupa og úthlutunar sjóðsins 2016
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
11. 1603059 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. febrúar 2016, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - íbúð að Tryggvagötu 26 n.h. Selfossi
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
     
12. 1603081 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 2. mars 2016, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna
  Lagt fram.
     
13. 1603082 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 2. mars 2016, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili
  Lagt fram.
     
14. 1603084 - Erindi Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnúsar Karels Hannessonar, dags. 6. mars 2016, varðandi möguleikann á að sækja um að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka sem nýtur hverfisverndar verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu.
     
15. 1603093 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - íþróttahúsi Vallaskóla, til kl. 03 aðfaranótt 13. mars nk.
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:10

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica