Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.3.2019

8. fundur íþrótta- og menningarnefndar

  8. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 12. mars 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:45. Mætt:                       Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, B-lista Guðmundur Kristinn Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista Karolina Zoch, nefndarmaður, D-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi  Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1902056 - Vor í Árborg 2019
  Farið yfir drög að helstu dagskrárliðum fyrir Vor í Árborg sem fer fram dagana 25.-28.apríl nk. Fram kom að dagskrá hátíðarinnar sé í vinnslu og helstu viðburðir séu komnir vel á veg og má þar nefna tónleika í Eyrarbakkakirkju og Gimli á Stokkseyri, opnunarhátíð í anddyri Hótels Selfoss, sýningar, opin hús og fjölskylduleikurinn "Gaman saman". Braga Bjarnasyni og Ólafi Rafni Ólafssyni falið að vinna áfram að dagskrá hátíðarinnar.
     
2. 1903072 - Menningarviðurkenning Árborgar 2019
  Rætt um tilnefningar til menningarviðurkenningar Árborgar 2019 sem verður afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg 25.apríl nk. Ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar.
     
3. 1901062 - Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2019
  Menningar- og viðburðadagskrá Árborgar 2019 er að mestu klár til prentunar en henni verður síðan dreift um allt Suðurland og á ákveðna staði á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom að þeir aðilar sem hafa stýrt Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri undanfarin ár ætli að draga sig í hlé. Einnig hefur orðið breyting á framkvæmdanefnd Jónsmessuhátíðarinnar þar sem nýir aðilar hafa tekið við skipulagningu hátíðarinnar. Íþrótta- og menningarnefndin vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem hafa komið að skipulagningu og framkvæmd þessara hátíða undanfarin ár og um leið hvetja áhugasama til að taka við kyndlinum við framkvæmd Bryggjuhátíðarinnar á Stokkseyri en auglýst verður eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum.
     
4. 1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar
  Lagðar fram hugmyndir að grunnuppbyggingu nýrrar íþrótta- og frístundastefnu Árborgar. Farið yfir helstu efnisflokka og ákveðið að halda vinnufund með hagsmunaaðilum mánudaginn 1.apríl nk. kl. 18:00. Starfsmanni nefndarinnar falið að boða hagsmunaaðila á vinnufundinn.
     
5. 1711262 - Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland
  Máli vísað til nefndarinnar frá bæjarráði. Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi lögð fram en vinna við áætlunina hefur farið fram frá árinu 2016 og verið leidd áfram fyrir þennan landshluta af Markaðsstofu Suðurlands. Íþrótta- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar og atvinnu- og viðburðafulltrúa að vinna áfram með skýrsluna og þá staði sem snúa að sveitarfélaginu.
     
6. 1901183 - Sirkusráðstefna eða sirkuslistahátíð á Selfossi
  Lagt fram erindi frá Sirkus Ísland um mögulega aðstöðu fyrir sirkusráðstefnu í ágúst 2019. Íþrótta- og menningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga.
     
Erindi til kynningar
7. 1901270 - Frístundaheimili Árborgar undir menningar- og frístundasvið
  Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og menningarnefnd líst vel á hugmyndirnar.
     
8. 1806203 - Upplýsingar - starfsumhverfi vinnuskóla sveitarfélaga
  Lagt fram til kynningar. Fram kom að starfsemi vinnuskólans í Árborg sé í góðum farvegi.
     
9. 1902055 - Ungt fólk og lýðræði 2019
  Lagt fram til kynningar. Fram kom að Sveitarfélagið Árborg sendi fulltrúa á þingið líkt og áður.
     
10. 1809115 - Uppbygging menningarsalarins í Hótel Selfoss
  Formaður fór yfir stöðu mála en nokkrir ráðherrar og þingmenn hafa komið undanfarnar vikur til að skoða salinn og hafa tekið vel í hugmyndir um aðkomu ríkisins að verkefninu.
     
11. 1902259 - Skipurit Sveitarfélagsins Árborgar frá 2019
  Lagt fram til kynningar.
     
     Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30  
Guðbjörg Jónsdóttir   Guðmundur Kristinn Jónsson
Jóna Sólveig Elínardóttir   Kjartan Björnsson
Karolina Zoch   Bragi Bjarnason
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica