68. fundur bæjarráðs
68. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701055 - Fundargerðir skólanefndar grunnskóla
frá 31.10.06 og 08.11.07
-liður 2, 0710026, bæjarráð felur verkefnisstjóra fræðslumála að leggja skólastjóra lið við að manna foreldraráð og ýta starfinu úr vör.
Fundargerðin staðfest.
2. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 08.11.07
Fundargerðin staðfest.
3. 0703038 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
frá 08.11.07
Fundargerðin staðfest.
4. 0701117 - Fundargerð menningarnefndar Árborgar
frá 08.11.07
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
5. 0703084 - Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu
frá 08.10.07
Lagt fram til kynningar.
6. 0703085 - Fundargerðir 84. til 86. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Lagt fram til kynningar.
7. 0701067 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
frá 01.11.07
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi
8. 0710113 - Samningur um geymslu hunda og katta.
Bæjarráð staðfestir samninginn, með fyrirvara um að starfsleyfi liggi fyrir.
9. 0711058 - Áskorun eldri borgara á Stokkseyri vegna húsnæðis fyrir félagsstarf
Bæjarráð frestar áformum um sölu Hafnargötu 10 ótiltekið. Ýmsar ábendingar hafa borist um mögulega nýtingu hússins sem bæjarráð telur vert að skoða, auk þess sem áhugavert er að tengja það þeirri vinnu sem senn fer í gang varðandi mögulega aðstöðu fyrir menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
10. 0709027 - Beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis - Byggðarhorn landnr. 209296, áður frestað á 65. fundi bæjarráðs
Bæjarráð leggst ekki gegn umsókn um lögbýlisrétt á landinu Skák, Byggðarhorni, landnr. 209296, þó með þeim takmörkunum að það verði ekki um að ræða landbúnað með framleiðslurétti.
11. 0709040 - Beiðni heilbrigðisnefndar Suðurlands um umsögn um starfsleyfi Flugklúbbs Selfoss, áður á dagskrá 65. fundar bæjarráðs
Bæjarráð Árborgar gefur jákvæða umsögn um starfsleyfi fyrir Selfossflugvöll skv. drögum heilbrigðisnefndar að starfsleyfi.
Bæjarráð Árborgar samþykkir tillögur heilbrigðisnefndar um takmarkanir til að fyrirbyggja hávaða frá starfsemi Flugvallarins. Bæjarráð bendir á að takmarkanir, sambærilegar við þær sem heilbrigðisnefnd leggur nú til að settar verði við snertilendingum, hafa verið í gildi á Selfossflugvelli. Miðað við þær kvartanir sem borist hafa virðist hafa verið nokkuð um að reglunum hafi ekki verið fylgt. Eftirlit er á hendi starfsleyfishafa og heilbrigðiseftirlits og leggur bæjarráð áherslu á að því verði fylgt eftir að farið sé að reglunum.
Erindi til kynningar
12. 0711062 - Skipun sóttvarnarlæknis í Árnessýslu
Lagt fram til kynningar.
13. 0710114 - Bréf Fangelsismálastofnunar vegna stuðnings bæjarráðs við áskorun starfsmanna á Litla-Hrauni um uppbyggingu í fangelsismálum
Lagt fram til kynningar.
14. 0711036 - Ársskýrsla Fornleifastofnunar Íslands 2006
Skýrslan liggur frammi.
15. 0711060 - Skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2007
Skýrslan liggur frammi í Ráðhúsi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ásta Stefánsdóttir