31.3.2016
69. fundur bæjarráðs
69. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 31. mars 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
18. fundur haldinn 9. mars |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1602003 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
506. fundur haldinn 4. mars |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1505237 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 29. febrúar 2016 |
|
Fjárhagsáætlun 2016-2019 |
|
Bréfið var lagt fram. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að svari við bréfi nefndarinnar. |
|
|
|
4. |
1603242 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Smáratún 19, íbúðagisting |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
5. |
1603231 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 4a |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
6. |
1603240 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 5 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
7. |
1603195 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – Ránargrund, heimagisting |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
8. |
1603251 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gisting í sumarhúsi, Strandgata 8b |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
9. |
1603238 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. mars 2016, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum |
|
Lagt fram. |
|
|
|
10. |
1603260 - Stöðuskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 18. mars 2016, um ört vaxandi sjúkraflutninga á Suðurlandi árin 2011-2015 |
|
Bæjarráð óskar eftir að fá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund sinn. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
11. |
1603241 - Tilkynning Sjúkraliðafélags Íslands um boðað verkfall sjúkraliða í SLFÍ í apríl 2016 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
12. |
1603194 - Minnisblað, dags. 11. mars 2016, um fund Vegagerðarinnar með fulltrúum Sveitarfélagsins Árborgar um framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss |
|
Bæjarráð fagnar því að áætlanir um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss skuli vera að komast á framkvæmdastig. |
|
|
|
13. |
1410030 - Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru - leyfi fyrir gistiheimili að Austurvegi 28 Selfossi |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Viðar Helgason |
Arna Ír Gunnarsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |