Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31.3.2016

69. fundur bæjarráðs

69. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 31. mars 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
18. fundur haldinn 9. mars
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
2. 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS
506. fundur haldinn 4. mars
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
3. 1505237 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 29. febrúar 2016
Fjárhagsáætlun 2016-2019
Bréfið var lagt fram. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að svari við bréfi nefndarinnar.
4. 1603242 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Smáratún 19, íbúðagisting
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
5. 1603231 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 4a
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
6. 1603240 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 5
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
7. 1603195 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – Ránargrund, heimagisting
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
8. 1603251 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. mars 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gisting í sumarhúsi, Strandgata 8b
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
9. 1603238 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. mars 2016, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum
Lagt fram.
10. 1603260 - Stöðuskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 18. mars 2016, um ört vaxandi sjúkraflutninga á Suðurlandi árin 2011-2015
Bæjarráð óskar eftir að fá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund sinn.
Erindi til kynningar
11. 1603241 - Tilkynning Sjúkraliðafélags Íslands um boðað verkfall sjúkraliða í SLFÍ í apríl 2016
Lagt fram til kynningar.
12. 1603194 - Minnisblað, dags. 11. mars 2016, um fund Vegagerðarinnar með fulltrúum Sveitarfélagsins Árborgar um framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss
Bæjarráð fagnar því að áætlanir um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss skuli vera að komast á framkvæmdastig.
13. 1410030 - Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru - leyfi fyrir gistiheimili að Austurvegi 28 Selfossi
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica