Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.11.2007

69. fundur bæjarráðs

69. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Snorri Finnlaugsson, varamaður D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0702011 - Fundargerð umhverfisnefndar
frá 15.11.07


-liður 1, 0706108, deiliskipulag lóðar fyrir íbúðir aldraðra á Stokkseyri, þar sem umsögn umhverfisnefndar liggur fyrir samþykkir bæjarráð tillöguna með sömu skilmálum og skipulags- og byggingarnefnd gerði á 37. fundi.
Fundargerðin staðfest.

2. 0701012 - Fundargerð félagsmálanefndar
frá 12.11.07


-liður 2, 0711051,bæjarráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar.
Fundargerðin staðfest.

3. 0701013 - Fundargerð þjónustuhóps aldraðra
frá 24.10.07


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

4. 0709135 - Fundargerð aðalfundar SASS
1. og 2. nóvember 2007


Fundargerðin lögð fram.

5. 0701073 - Fundargerð stjórnar SASS
frá 31.10.07


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

6. 0710054 - Beiðni um umsögn um leyfi til stofnunar lögbýlis úr landi Austurkots.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.

7. 0711092 - Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur, endurgreiðslu virðisaukaskatts og olíugjalds

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um lagafrumvarpið og leggur mikla áherslu á að þær breytingar sem lagðar eru til auka möguleika sveitarfélaga til að halda úti almenningssamgöngum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að ríkið komi enn frekar að eflingu almenningssamgangna.

8. 0711091 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2008

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu, þ.e. veita 100.000 króna styrk til verkefnisins.

9. 0711090 - Beiðni um viðræður um kaup á landi í eigu Árborgar

Ekki liggur fyrir ákvörðun um að selja umrætt land, þ.e. hluta Heiðartúna við Stokkseyri. Komi til þess að landið verði selt mun það verða auglýst opinberlega. Bæjarráð hafnar því beiðni um viðræður um kaup á landinu. Bæjaráð beinir því til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags að kanna mögulegt skipulag og nýtingu svæðisins.

10. 0711074 - Beiðni um að gerður verði samningur við Tónlistarskóla Suðurlands

Erindið var rætt á fundinum og bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

11. 0711073 - Erindi Dýralæknafélags Íslands um stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra

Bæjarráð hafnar beiðni félagsins um fjárhagslegan stuðning við stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra.

12. 0603049 - Skýrska VGK Hönnunar um nýtingu á flóðasvæði á Eyrarbakka til byggingar

Bæjarráð samþykkir að höfundur skýrslunnar verði fenginn til að kynna efni hennar fyrir umhverfisnefnd, skipulags- og byggingarnefnd, framkvæmda- og veitustjórn og bæjarfulltrúum.

13. 0611068 - Samningur Laugardæla ehf og Sveitarfélagsins Árborgar um deiliskipulagt land í landi Laugardæla, landnr. 192143.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

14. 0711025 - Tillaga um að sveitarfélagið taki þátt í atburðum á aðventu

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 350 þúsund til samstarfsverkefnis Sveitarfélagsins Árborgar og ýmissa aðila í Árborg vegna atburða á aðventu. Gefið verði út myndskreytt viðburðadagatal auk þess sem sveitarfélagið bjóði gestum og gangandi upp á hressingu við komu jólasveinanna til byggða. Skipulag fyrir hönd Árborgar verði í höndum verkefnisstjóra íþrótta- forvarnar og menningarmála.Kostnaður skal færður á liðinn óráðstafað.

 

Erindi til kynningar

•15. 0711075 - Skýrsla um áhrif aflasamdráttar í þorski

Lögð fram.

16. 0711089 - Ráðstefna um Leonardo áætlun ESB í byggðaþróun

Lögð fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Snorri Finnlaugsson                                          
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica