6. fundur landbúnaðarnefndar
6. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 30.05.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00
Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista
Viðar Magnússon, nefndarmaður V-lista
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-lista
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0705110
Umsókn um beitarland - Bragi Andrésson sækir um beitarland um 5,5 ha. úr landi Borgar.
Nefndin samþykkir að auglýsa til leigu beitarland í landi Borgar, 5,5 ha. og annað það land sem laust er.
2. 0705038
Beiðni um landi Árkvörn 165812 til leigu. - VAldimar S Þórisson sækir um beitarland við Árkvarnalæk 0,8 ha.
Samþykkt, starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við umsækjanda un nýtingu á landinu.
3. 0705036
Beiðni um land á leigu í landi Borgar - Óli Pétur Gunnarsson sækir um beitarland um 5,5 ha. úr landi Borgar.
Nefndin samþykkir að auglýsa til leigu beitarland í landi Borgar, 5,5 ha.og annað það land sem laust er.
4. 0705035
Beiðni um land á leigu í Flóagafli. - Óli Pétur Gunnarsson sækir um landsspildu í landi Flóagafls 54,6 ha. að stærð.
Málinu frestað. Starfmanni falið að afla nánari upplýsinga, en landið er óskipt sameign með eiganda Hallskots.
5. 0704031
Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit - 2007 - Málið var til meðferðar á síðasta fundi. Málinu var vísað til nánari vinnslu.
Til lokaafgreiðslu hjá nefndinni.
Gjaldskráin var yfirfarin og leiðrétt í samræmi við lög nr. 103/2002.
Gjaldskráin samþykkt.
6. 0704028
Umsókn um beitarland - Jens A Petersen sótti um beitarland á Stokkseyrarmýri. Málið var til umræðu á síðasta fundi og var vísað til nánari skoðunar.
Til lokaafgreiðslu hjá nefndinni.
Landið er í leigu og nefndin telur ekki efni til að segja þeim samningi upp.
Erindinu hafnað.
Erindi til kynningar:
a) 0704087
Afnot af beitarlandi í landi Bjarkar - Málið var til meðferðar á síðasta fundi. Niðurstöður kynntar.
Bæjarráð hefur samþykkt afgreiðslu nefndarinnar frá síðasta fundi. Starfsmanni falið að hafa samráð við formann Hagsmunafélags hestmanna um nýtingu landsins.
b) 0704044
Veiðilaun fyrir refaveiðar - Málið var til meðferðar á síðasta fundi. niðurstöður kynntar.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að greiddur verði viðmiðunartaxti Veiðimálastjóraembættisins fyrir unnin ref og mink.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:
|
Viðar Magnússon |
|
Þorsteinn G. Þorsteinsson |
|
Grétar Zóphóníasson
|