6.fundur félagsmálanefndar
6. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn 9. október 2006, kl. 17:15
Mætt: Kristín Eiríksdóttir, Guðmundur B. Gylfason, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Alma Lísa Jóhannsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi, Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri.
1. Gestir:
Örlygur Karlsson, skólameistari FSu, Þórarinn Ingólfsson, aðstoðarskólameistari FSu, Grímur Hergeirsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála, Íris Þórðardóttir, forvarnarfulltrúi Fsu, Hildur Grímsdóttir, nemi Fsu, Stefán Ármann Þórðarson, nemi Fsu.
Rætt var um forvarnarmál og frekara samstarf og forvarnarfulltrúa Grími Hergeirssyni boðið að mæta á fund skólaráðs. Og Guðmundur B. Gylfason beðinn að vera fulltrúi sveitarfélagsins á næsta balli Fsu.
2. Húsnæðismál
a) Reglur um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur.
Ragnheiður Thorlacius kynnti reglurnar og fór yfir tillögu að breytingu á reglum.
Alma Lísa Jóhannsdóttir VG vill koma með eftirfarandi bókun:
Bókun:
”Ég er almennt hlynnt því að tengja fjárhagslega aðstoð við einstaklinga fremur en að einskorða þjónustuna við ákveðið félagslegt úrræði. Í þessu tilviki er verið að skerða réttindi einstaklinga til félagslegs leiguhúsnæðis með því að greiða sérstakar húsaleigu-bætur, og því er ég ekki sammála. Þessi aðgerð felur í sér skerðingu á þeirri þjónustu sem fyrir er, og það er verið að fara fram á það við efnalitlar fjölskyldur að þær afsali sér rétt á þjónustu með því að taka sig af biðlistum um félagslegt leiguhúsnæði þegar þær samþykkja sérstakar húsaleigubætur.
Eins og staðan er í sveitarfélaginu í dag er langur biðlisti eftir þeim félagslegu leiguíbúðum sem þegar eru í eigu Árborgar. Það lítur ekki út fyrir að það muni verða hreyfing á þeim íbúðum sem eru til leigu á næstu mánuðum. Sala á níu íbúðum mun því enn auka á þörfina fyrir félagslegt leiguhúsnæði og biðlistar muni lengjast sérstaklega í ljósi fólksfjölgunar á svæðinu
Þeir tíu einstaklingar sem uppfylla skilyrði um sérstakar húsaleigubætur missa rétt sinn á því að vera á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði um leið og þeir þiggja sérstakar húsaleigu-bætur. Einnig gefur þetta úrræði þeim sem nýtir það engan lögbundinn rétt og felur það því í sér óöryggi. Sveitarfélagið getur tekið þá ákvörðun að hætta að greiða sérstakar húsaleigu-bætur hvenær sem er og mun þessi hópur þá lenda í miklum vandræðum.
Öllum má vera ljóst að það að búa við öryggi í húsnæðismálum er eitt af grundvallar-réttindum fólks. Sú lausn sem hér er gert ráð fyrir er hættuleg þegar í hlut eiga tekjulágar barnafjölskyldur. Sérstakar húsaleigubætur sem réttlæting á sölu félagslegra leiguíbúða er því bein árás á ófullburða velferðarkerfi sveitarfélagsins. Í stað slíkra lausnar ætti sveitarfélagið að leggja áherslu á fjölgun félagslegra leiguíbúða sem grundvallar atriðis í barnavernd og velferð láglaunafjölskyldna.”
Alma Lísa Jóhannsdóttir V
Þórunn Elva S tekur undir bókunina að hluta til og vill jafnframt bóka:
Bókun:
”Undirrituð gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihlutans í þessu máli sem að mér þykja ófagleg þar sem ég tel að málið sé ekki nægilega kynnt. Greinilegt er að meirihlutinn ætlar sér að rífa þetta mikilvæga hagsmuna- og velferðarmál eins hratt og kostur er í gegnum kerfið og án nauðsynlegrar umræðu um málið. Einnig vil ég lýsa yfir efasemdum um að sú ráðstöfun að selja félagslegar íbúðir og að koma á sérstökum húsaleigubótum, geti komið í stað félagslegra leiguíbúða og muni í raun bitna á þeim sem síst skyldi þegar á reynir”
Þórunn Elva Bjarkadóttir S-lista.
Alma Lísa V tekur undir bókun Þórunnar, þann hluta sem snýr að málsmeðferð.
Kristín Eiríksdóttir, Guðmundur B. Gylfason og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, B og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
”Bókun vegna reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakra húsaleigubóta í sveitarfélaginu Árborg:
Þeir sem nú eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og eru í brýnustu þörfinni munu hljóta sérstakar húsaleigubætur. Ekki verður séð að biðlistinn lengist við upptöku sérstakra húsaleigubóta. Ef skoðuð er hámarksfjárhæð og tekjumörk vegna sérstakra húsaleigubóta sem lagt er upp með í Sveitarfélaginu Árborg má sjá að um er að ræða hærri hámarks-fjárhæð og rýmri tekjumörk en til dæmis í Reykjavík.
Félagslegt leiguhúsnæði er lausn til að mæta tímabundinni þörf þeirra sem geta ekki leigt á frjálsum markaði. Með tilkomu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar hefur ráðgjöf í húsnæðismálum elfst. Ráðgjöf í húsnæðismálum er meðal annars ætlað að aðstoða þá sem búa í félagslegu leiguhúsnæði við að komast í eigið húsnæði.
Það er mat Félagsmálanefndar Árborgar tillaga að breytingum á reglum um félagslegar leiguíbúðir og tillaga um sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg muni koma til móts við þá einstaklinga sem búa við mjög erfiðar félags- og fjárhagslegar aðstæður og eru í brýnni þörf fyrir húsnæði. Þess vegna fagnar Félagsmálanefnd Árborgar tilkomu sérstakra húsaleigubóta sem munu leysa vanda margra sem eru á biðlista eftir húsnæði í Árborg.
Félagsmálanefnd Árborgar er samþykk því að taka upp sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálanefnd Árborgar samþykkir breytingu að reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.”
Umsögn meirihlutans fór fyrir atkvæðagreiðslu, samþykkt með atkvæðum B og D 3 atkvæði 2 á móti V og S
b) Tölulegar upplýsingar. Guðlaug kynnti biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum. 27 á
biðlista, einnig kynnti hún biðlista eftir íbúð í Grænumörk 1 – 3 – 5. 32 einstaklingar
og 15 hjón.
c) Trúnaðarmál – fært í trúnaðarbók.
3. Málefni fatlaðra.
a) Tölulegar upplýsingar. Guðlaug kynnti. 12 á biðlista.
4. Barnavernd.
a) Tölulegar upplýsingar. Fjöldi tilkynninga í september fært í trúnaðarbók.
b) Trúnaðarmál – fært í trúnaðarbók.
5. Dagmæður
a. Leyfisveitingar
i. Nýjar umsóknir
Frá 1. ágúst hafa 5 umsóknir um daggæslu í heimahúsi borist Fjölskyldumiðstöð Árborgar og hafa þær verið samþykktar:
Agnes Lind Jónsdóttir, Sandgerði4, Stokkseyri leyfi til 15 september 2007
Ásdís Sveinbjörnsdóttir, Eyrargötu 32, Eyrabakka leyfi til 25. september 2007
Lilian Jensen, Lögnumýri 28, Selfossi leyfi til 22. ágúst 2007
Steinunn Hrafnkelsdóttir, Smáratúni 11, Selfossi leyfi til 2. október 2007
Tinna Ósk Björnsdóttir, Álftarima 24, Selfossi leyfi til 5. september 2007
ii. Endurnýjanir
Frá 1. ágúst hafa 5 umsóknir borist vegna endurnýjunar:
Ásta Björk Brynjólfsdóttir Fururgrund 30, Selfossi leyfi til 22. ágúst 2010
Guðrún Sigurðardóttir, Þrastarima 13, Selfossi leyfi til 22. ágúst 2010
Hrönn Bjarnadóttir, Lyngheiði 9, Selfossi leyfi til 2. október 2010
Kristrún Ásgeirsdóttir, Lambhaga 10, Selfossi leyfi til 2. október 2010
Nína Björg Borgarsdóttir, Grasaga 18, Selfossi leyfi til 2. október 2010
b. Listi yfir dagforeldra í Árborg, október 2006 – lagt fram til kynningar
6. Önnur mál
a) Bréf frá Barnaverndarstofu, starfsdagur með formönnum barnaverndarnefnda,
lagt fram til kynningar.
b) Tölvupóstur frá Jafnréttisstofu þar sem þakkað er fyrir góðan fund sem haldinn
var fyrir Jafnréttisnefndir sveitarfélaga 21. og 22. sept. og bent er á heimasíðu
Jafnréttisstofu http://www.jafnretti.is.
c) Tillaga:
“Undirrituð fer fram á að félasmálanefnd Árborgar fundi sérstaklega um jafnréttismál
þannig að það skapist vettvangur til þess að vinna að markmiðum jafnréttisáætlunar
og að kröfum laga um jafnréttismál.
Greinargerð:
Félagsmálanefnd hefur með höndum jafnréttismál innan sveitarfélagsins samkvæmt
lögum nr. 96/2002. Hlutverk hennar er að vinna að tillögugerð og undirbúningi
stefnumótunar í jafnréttismálum inn Árborgar og að sjá um framkvæmd jafnréttis-
áætlunar í samvinnu við bæjarstjórn. Ennfremur á hún að veita nefndum, ráðum,
stofnunum, sviðum og deildum sveitarfélagsins liðsinni í jafnréttismálum.
Í Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins kemur fram að í upphafi hvers kjörtímabils skulu
deidlir, svið, stofnanir, nefndir og ráð sveitarfélagsins gera starfsáætlun í jafnréttis-
málum.
Einnig segir í Jafnréttisáætlun Árborgar að:
a. Gerð verði árlega úttekt á launum karla og kvenna sem starfa hjá Sveitarfélaginu
Árborg. Niðurstöður skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Sýni niðurstöður
þeirrar úttektar fram á kynbundinn launamun, skal þegar gera og hrinda í framkvæmd
áætlun um að uppræta slíkan launamun.
b. Framkvæmdastjórar sviða hjá sveitarfélaginu beri bæjarstjórn grein fyrir því árlega,
samhliða tillögum til fjárhagsáætlunar, hvernig þeir munu fylgja því eftir að ákvæðum
jafnréttisáætlunar sé framfylgt á þeirra sviði.
Í ljósi ofangreindra ákvæða er eðlilegt að félagsmálanefnd haldi sérstakan fund,/fundi til
að ganga úr skugga um að farið sé eftir lögum og reglum í þessu efni.”
Alma Lísa Jóhannsdóttir, V
d) Fyrirspurn í félagsmálanefnd frá Vg og S.
“ 1. Hver verða tekjumörkin hjá leigutökum?
Tekjumörk vegna sérstakra húsaleigubóta verða þau sömu og eru vegna umsókna um
félagslegar leiguíbúðir. Tekjumörk í sveitarfélaginu Árborg eru hærri en td. í Reykjavík og eins er með hámarksupphæð sérstakra húsaleigubóta.
2. Hversu há verður styrk upphæðin?
Hámarksupphæð húsaleigbóta verður 75% af keigufjárhæð en þó aldrei hærri en kr. 60.000
Almennar húsaleigubætur eru í dag að hámarki kr. 25.000 auk þess verða sérstakar húsa-
leigubætur að hámarki kr. 35.000- eða samtals kr. 60.000- eins og áður segir.
3. Hvernig ætlar meirihlutinn að mæta þörfum þeirra sem ekki uppfylla væntanleg skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum?
Þeir sem nú eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og eru í brýnustu þörfinni munu
hljóta sérstakar húsaleigubætur. Ekki verður séð að biðlistar lengist við upptöku sérstakra
húsaleigubóta. Ef skoðuð er hámarksfjárhæð og tekjumörk vegna sérstakra húsaleigubóta
sem lagt er upp með í sveitarfélaginu Árborg má sjá að um er að ræða hærri hámarks-
fjárhæð og rýmri tekjumörk en til dæmis í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu leiguhús-
næði eru ávallt itl staðar í sveitarfélögum og er það eins hér í Árborg.
4. Hvað felst í skilgreiningu meirihlutans á “tímabundnum þörfum” eftir húsnæði ?
Hvaða hópur/hópar eru það ?
Félagslegt leiguhúsnæði er lausn til að mæta tímabundinni þörf þeirra sem geta ekki leigt
á frjálsum markaði. Með tilkomu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar hefur ráðgjöf í húsnæðis-
málum eflst. Ráðgjöf í húsnæðismálum er meðal annars ætlað að aðstoða þá sem búa í
félagslegu leiguhúsnæði við að komast í eigið húisnæði. Sveitarfélagið Árborg er ört
stækkandi sveitarfélag sem veitir íbúum sínum þjónustu í fremstu röð og eru sérstakar
húsaleigubætur kærkomin viðbót við hana.”
e) Óskað er eftir að félagsmálanefnd eigi fulltrúa í forvarnarhópi Árborgar. Nefndin leggur
til að Guðmundur B. Gylfason verði fulltrúi nefndarinnar.
f) Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
Fundargerð lesin og fundi slitið kl.20:10
Kristín Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Ragnheiður Thorlacius (sign)
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir