7. fundur menningarnefndar
7. fundur menningarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri, þriðjudaginn 20. febrúar 2007, kl. 17:15.
Mætt:
Alma Lísa Jóhannsdóttir, formaður,
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður
Kjartan Björnsson, nefndarmaður
Þórir Erlingsson, nefndarmaður
Grímur Hergeirsson, starfsmaður nefndarinnar, sem ritar fundargerð.
Böðvar Bjarki Þorsteinsson forfallaðist.
Dagskrá:
1. mál.
Heimsókn í Álfa, trölla, og norðurljósasafnið á Stokkseyri.
Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnti nefndinni starfsemi og húsakynni safnsins.
2. mál. 0702041
Styrkumsókn Friðriks Erlingssonar /Eyrarbakki 1900, vegna sönglagahátíðar á Eyrarbakka 2007.
Nefndin samþykkir samhljóða að vísa umsókninni til úthlutunar menningarstyrkja sem fram fer í apríl nk.
3. mál.
Menningarstyrkir, auglýsing vegna fyrri úthlutunar 2007.
Drög að auglýsingu lögð fram og samþykkt samhljóða. Auglýst verður í 10. viku.
4. mál.
Um dagskrárliðinn “Önnur mál”.
Samþykkt bæjarráðs frá 1. febrúar sl. um að dagskrárliðurinn “önnur mál” verði ekki á dagskrá nefnda kynnt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:49
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson
Grímur Hergeirsson