7. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
7. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2007, kl. 17:15 í Ráðhúsi Árborgar, Austuvegi 2, Selfossi
Neðanskráðir nefndarmenn eru mættir:
Gylfi Þorkelsson, S-lista, formaður
Sædís Ósk Harðardóttir, V-lista, varformaður
Grímur Arnarson, D-lista, nefndarmaður
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, D-lista, nefndarmaður
Einnig er mættRagnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
1. mál: 0703088
Reglur um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja.
Fjallað var um gildandi reglur um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja.
Eftirfarandi var samþykkt samhljóða: b) liður 2. greinar reglna um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja skal falla úr gildi. 2. gr. reglanna verði svohljóðandi: Styrkir eru ætlaðir til sérstakra verkefna, nýbreytni í starfi, þróunarvinnu o.þ.h.
Framkvæmdastjóra er falið að auglýsa styrkina.
2. mál: 0701121
Rannsóknirnar Ungt fólk 2006 og Hagir og líðan ungs fólks í Árborg 2006.
Vísað til umfjöllunar í ÍTÁ af bæjarráði.
ÍTÁ þakkar fyrir að rannsóknir af þessu tagi séu gerðar. Almennt séð virðist staða mála í sveitarfélaginu viðunandi, miðað við það sem gerist annars staðar. Flest ungt fólk er til mikils sóma. Þó er ljóst af niðurstöðunum að lítill hópur ungmenna er í vanda staddur og þarf að bregðast við því. Áhyggjuefni er t.d. að munntóbaksnotkun virðist vera of mikil, allt niður í grunnskólaaldur, og hvetur ÍTÁ þá aðila sem vinna með börnum og ungmennum, svo sem íþrótta- og tómstundafélög, stofnanir sveitarfélagsins og forvarnahóp sveitarfélagsins að taka saman á þeim vanda og uppræta hann.
3. mál: 0607065
Landsmót UMFÍ 2012 á Selfossi.
ÍTÁ fagnar ákvörðun UMFÍ að landsmót félagsins verði haldið á Selfossi árið 2012. Bæjarstjórn hefur skuldbundið sig til að byggja upp þá aðstöðu sem nauðsynleg er til að hægt sé að halda slíka hátíð með sóma. Landsmót UMFÍ er einstakur viðburður sem skapar miklar væntingar, frumkvæði og kraft innan íþróttahreyfingarinnar og eflir allt samfélagið. ÍTÁ hvetur alla, jafnt íbúa sem fyrirtæki og stofnanir, til að taka höndum saman með framkvæmdaaðilum mótsins svo það verði glæsileg hátíð og sveitarfélaginu öllu til framdráttar.
4. mál: 0604034
Um dagskrárliðinn „önnur mál”.
Kynnt var samþykkt bæjarráðs frá 1. febrúar sl. þess efnis að framvegis verði dagskrárliðurinn „önnur mál” ekki á dagskrá nefndafunda.
Nefndin þakkar Grími Hergeirssyni, verkefnisstjóra, fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins og samstarf við nefndina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Næsti fundur verður miðvikudaginn 25. apríl nk., kl. 17.15.
Fundi slitið kl. 18.10.
Gylfi Þorkelsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Ragnheiður Thorlacius