Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.9.2007

7. fundur landbúnaðarnefndar

 

7. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 11. september 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00

 

Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista (B)
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-lista (D)
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður

 

Dagskrá:

1. 0708138 - Umsögn um landskipti - Eystra-Stokkseyrarsel

Eftirfarandi tillaga lögð:
Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti skiptingu jarðarinnar Eystra_ Stokkseyrarsel í 21 jarðarhluta og gerir ekki athugasemd við að hver jarðarhluti fái lögbýlisrétt samkvæmt 17. gr. jarðarlaga nr. 81/2004.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2. 0709024 - Samþykkt um hundahald, endursk. 2007

Tillaga að Samþykkt um hundahald lögð fram.

Lögð er til að breyting á 1.gr. " Hundahald er leyfi í Sveitarfélaginu Árborg með eftirtöldum skilyrðum.

 Bæjarstjórn er heimila að veita lögráða einstaklingum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu leyfi til hundahalds.........."

2.gr.
Skilyrði fyrir hundahaldi:
a) Skráning. Allir hunda í sveitarfélaginu skulu skráðir . Hundurinn skal skráður..............

í a) lið falli út setningin, "Dveljist hundur ........

Nefndin leggur til að "Samþykktum hundahald í Sveitarfélaginu Árborg" verði vistuð á heimasíðu sveitarfélagsins og sé vel kynnt.

Hundaeftirlitsmanni verði falið að mynda fangaða hunda og ketti og mynd af dýrunum sett á heimasíðu sveitarfélagsins.

Starfsmanni nefndarinnar falið að fara yfir athugasemdir með bæjarritara og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

3. 2001120088 - Geymsla fangaðra hunda og katta - uppsögn á samningi.

Verið er að leita lausnar á málinu.

Erindi til kynningar:

 

4. 0706157 - Búfjáreign í Svf. Árborg 31/12 2006

Til fróðleiks.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17,30

Björn Harðarson                      
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica