7. fundur umhverfisnefndar
7. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 04.04.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Siggeir Ingólfsson ritar fundargerð.
Formaður setti fundinn og þakkaði Birni Bjarndal Jónssyni fráfarandi formanni vel unnin störf. Aðrir fundarmenn tóku undir þakkir og buðu Maríu Hauksdóttur velkomna til starfa.
Dagskrá:
1. 0703170
Mengunarmælingar á Selfossi -
Umhverfisnefnd beinir því til bæjarráðs að leitað verði eftir samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um mælingar á loftmengun við stærstu umferðargötur á Selfossi.
2. 0703169
Fuglafriðland í Flóa -
Unnið er að breytingu á þeim samningi sem er í gildi í dag við Fuglaverndarfélag Íslands og er það gert í samræmi við nýgert aðalskipulag. Það kom fram að verið er að setja upp skoðunarskýli í friðlandinu sem verður tilbúið í vor.
3. 0703168
Óheimil umferð í Stokkseyrarfjöru -
Borist hafa ábendingar frá íbúum um mikla umferð vélknúinna ökutækja um Stokkseyrarfjöru. Út frá þessum ábendingum hefur verið bætt við merkingum þar sem öll umferð vélknúinna ökutækja er stranglega bönnuð. Umhverfisnefndin vill árétta þetta sérstaklega á þessum árstíma þar sem viðkvæmt fuglalíf er í fjörunni.
4. 0703167
Dagur umhverfisins - maí 2007 -
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að dagarnir 3. - 7. maí verði sérstaklega tileinkaðir umhverfinu. Umhverfisverðlaun 2007 verða veitt fimmtudaginn 3. maí í Tryggvagarði og verkefninu "Tökum á - tökum til" ýtt úr hlaði í tengslum við þessa daga. Þetta verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
María Hauksdóttir
Jóhann Óli Hilmarsson
Soffía Sigurðardóttir
Siggeir Ingólfsson