7. fundur bæjarráðs
7. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 17.08.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, varaformaður
Snorri Finnlaugsson varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0606112 |
|
Liður 6 – bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar
Liður 9 - bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar
Liður 13 – bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla heimilda hjá Skipulagsstofnun vegna breytinga á aðalskipulagi.
Liður 14 – bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla heimilda hjá Skipulagsstofnun vegna breytinga á aðalskipulagi.
Liður 15 – Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst
Liður 16 - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið
Fundargerð frá 10.08.06
Liður 9: Bæjarráð þakkar umsögnina og felur bæjarstjóra að senda hana sem umsögn sveitarfélagsins.
Liður 12-a) Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmda- og veitusviði að gera tímasetta kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um hvernig umferðarskipulagi er komið í framkvæmd og umbótum varðandi umferðarmerkingar.
Liður 12-b) Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs að hrinda henni í framkvæmd fyrir skólabyrjun.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
Engar.
3. 0608032
6 mánaða uppgjör 2006 lagt fram
4. Bókun: Undirrituð mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum meirihlutans að birta fréttatilkynningu í fjölmiðlum um niðurstöðu 6 mánaða uppgjörs á rekstri sveitarfélagsins áður en niðurstaðan fær svo mikið sem kynningu eða umfjöllun á fundi í bæjarráði. Skv. 48. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar þá fer bæjarráð, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmda- og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Undirrituð lýsir áhyggjum af þeim venjum sem hinn nýi meirihluti virðist vera að móta með afar takmarkaðri upplýsingagjöf til minnihlutans og ólýðræðislegum vinnubrögðum í mikilvægum málum.
Ragnheiður Hergeirsdóttir S lista.
5. 0607035
Svar til Sambands íslenskra sveitafélag um framkvæmdir í sveitafélaginu 2006-2007– lagt fram
Fyrirspurn frá Ragnheiði Hergeirsdóttur S lista:
Samkvæmt fyrirliggjandi samantekt meirihlutans er gert ráð fyrir að unnt sé að fresta framkvæmdum sem áætlaðar hafa verið í sveitarfélaginu fyrir 96 m.kr. á árunum 2006-2007.
1. Um hvaða framkvæmdir er þarna að ræða?
2. Hversu háu hlutfalli nemur kostnaður þessi af heildarkostnaði vegna framkvæmda sem áætlaðar hafa verið á tímabilinu?
6. 0608004
Fjárhagsáætlun 2007 - forsendur
Forsendur fjárhagsáætlunar eru samþykktar en fulltrúi Samfylkingar sat hjá.
7. 0607068
Rekstrarleyfi bílaleigu - Tjaldvagna- og bílaleiga Sunnevu -
Bæjarstjórn Árborgar hefur ekki veitt undanþágu vegna atvinnustarfsemi að Seljavegi 4 á Selfossi.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að gera rekstraraðila tjaldvagnaleigu Sunnevu ljóst að rekstur að þessu tagi er óheimill í íbúðahverfi.
Fyrirspurn frá Jóni Hjartarsyni V lista:
Atvinnustarfsemi í íbúðarhverfum er eitthvað sem ekki er reiknað með og íbúar gera ekki ráð fyrir þegar þeir fjárfesta í íbúðarhúsnæði í skipulögðum íbúðarhverfum. Það er mat undirritaðs að atvinnustarfsemi eigi alls ekki að vera staðsett í íbúðarhverfum og íbúar eigi að geta treyst því þegar þeir fjárfesta í íbúðarhúsnæði og setjast að. Það er sama hversu lítil umsvif eru, þau fela ætíð í sér röskun og umsvif sem eru óæskileg þegar horft er til annarra íbúa í nágrenninu. Undirritaður spyr því meirihluta bæjarstjórnar hver sé pólitísk afstaða hans til atvinnustarfsemi í íbúðahverfum og hvaða pólitísk fyrirmæli nefndir og embættismenn hafi fengið til að fara eftir við umfjöllun og afgreiðslu mála af þessu tagi.
8. 0607088
Beiðni - sundkennsla barna í 1.- 4. bekk
Bæjarráð vísar málinu til verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna og menningarmála og felur honum að ræða við forsvarsmenn Sunddeildar Selfoss.
Bæjarráð þakkar frumkvæði Sunddeildar Selfoss.
9. Ítrekun á fyrirspurn frá Ragnheiði Hergeirsdóttur frá 20.07.06.
Á fundi bæjarráðs þann 20. júlí s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn í þremur liðum um stefnu og áætlanir meirihlutans varðandi afreksmannasjóð íþróttamanna og áherslur gagnvart stuðningi við kvennaíþróttir í sveitarfélaginu og eins almennt gagnvart afreksíþróttum. Nú eru liðnar 4 vikur frá því fyrirspurnin var lögð fram og engin svör enn borist.
Undirrituð ítrekar því fyrirspurnina og væntir svara á næsta fundi bæjarráðs.
10. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Þorvaldur Guðmundsson
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir