7. fundur félagsmálanefndar
7. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn 13. nóvember 2006, kl. 17:15
Mætt: Kristín Eiríksdóttir, Guðmundur B. Gylfason, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Alma Lísa Jóhannsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi.
1. Húsnæðismál
Fært í trúnaðarbók.
2. Jafnréttismál.
Bókun, 13. nóvember 2006.
“ Félagsmálanefnd telur fullnægjandi að jafnréttismál séu rædd á reglulegum fundum Félagsmálanefndar.
Í Sveitarfélaginu Árborg er í gildi jafnréttisáætlun. Starfsmannastjóri Árborgar gerði s.l. vor (2006) úttekt á launum karla og kvenna sem starfa hjá Sveitarfélaginu Árborg. Í úttektinni kom fram að um kynbundinn launamun er ekki að ræða hjá körlum og konum í störfum hjá Sveitarfélaginu.
Félagsmálanefnd óskar eftir að starfsmannastjóri Árborgar komi á næsta fund félagsmála-nefndar og kynni skýrsluna.”
Bókun var samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúi V-lista sat hjá.
Fulltrúi V-lista gerir grein fyrir afstöðu sinni og er sammála því sem kemur fram í bókuninni að undanskyldu því að fullnægjandi þykir að félagsmálanefnd fjalli um jafnréttismál á reglubundnum fundum félagsmálanefndar. Fulltrúi Vg ítrekar fyrri óskir. Einnig óskar fulltrúi Vg eftir að verði gerð könnun á nýtingu kynjanna á fæðingarorlofi og fjarveru vegna veikinda barna.
3. Forvarnarmál.
Anný greindi frá fundi sem hún átti með fulltrúum FSu um tilkynningaskyldu og vinnslu barnaverndarmála.
Bókun:
“ Félagsmálanefnd telur mikilvægt að fulltrúi frá barnavernd Árborgar sé við eftirlit á skólaböllum FSu, að börn á grunnskólaaldri séu ekki meðal gesta á ballinu. Félagsmálanefnd leggur til að Guðmundur B. Gylfason sé fulltrúi nefndarinnar eða staðgengill hans.”
Bókunin var samþykkt samhljóða.
4. Trúnaðarmál.
a) Barnavernd – fært í trúnaðarbók.
b) Fjárhagsaðstoð – fært í trúnaðarbók.
5. Aðsent efni.
a) Fyrirlestur “Við vorum aldrei spurð”
Sýn unglinga á skilnað foreldra - lagt fram til kynningar.
b) Forvarnarnámskeiðið “Verndum þau”
Námskeið verður haldið í fundarsal á 3ju hæð Ráðhúss Árborgar, fimmtudaginn 16.
nóvember klukkan 15:30 – 18:30. Lagt fram til kynningar.
6. Önnur mál
a) Erindi þurfa að berast viku fyrir áætlaðan fundardag, til starfsmanns nefndarinnar.
b) Vinnufundur um aðgerðaráætlun ákveðinn 27. nóvember 2006.
Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 19:15
Kristín Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir