7. fundur bæjarstjórnar
7. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, - aukafundur haldinn miðvikudaginn 6. desember 2006 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson B listi
Margrét Katrín Erlingsdóttir B listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Ari B. Thorarensen D listi, varamaður Elfu D. Þórðardóttur
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi
Gylfi Þorkelsson S listi
Jón Hjartarson V listi
Auk þess sitja fundinnStefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri, ogÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
Engar.
II. Önnur mál:
1. 0608004
Frumvarp að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2007 A og B hluti – fyrri umræða
Forseti lagði fram svo hljóðandi tillögu:
Vegna breytingar á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir bæjarstjórn að fresta fyrri umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 til 24. janúar n.k. og felur bæjarritara að senda félagsmálaráðuneytinu erindi þess efnis að sækja um frest til loka janúar 2007 til afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sbr. 2. ml. 1. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.
Ari B. Thorarensen, D-lista,Grímur Arnarson, D-lista ogSnorri Finnlaugsson, D-lista, gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Óskaði Snorri jafnframt eftir að eftirfarandi yrði bókað:
Hér í dag er á dagskrá frumvarp að fjárhagsáætlun 2007. Nauðsynlegt hefði verið að fá að ræða áætlunina og þau mörgu góðu mál sem við sjálfstæðismenn höfðum ráðgert að setja fjármuni í á næsta ári.
Líka hefði verði nauðsynlegt að ræða t.d. lið 27 110 “óvenjulegir liðir” en þar inni er meðal annars upphæð sem bæjarfulltrúum framsóknar er mjög hugleikin og var sett þar inn til að mæta tillögum þeirra um hækkun á launum bæjarfulltrúa.
Við sjálfstæðismenn höfum reyndar lagt það skriflega til fyrir 15 dögum síðan að í stað þess að hækka laun bæjarfulltrúa fari upphæðin í niðurgreiðslur vegna íþróttaiðkunar barna og unglinga. Um þetta hefði verið nauðsynlegt að fjalla hér í dag.
Þá hefði verið nauðsynlegt fyrir framsóknarmenn að koma með nýjan lið inní áætlunina sem héti “kostnaður vegna samstarfsslita útaf fundarboði” en það er skýring framsóknar á samstarfsslitum, sá liður hefði þurft að hljóða uppá 15 - 20 milljónir króna.
Þeirri upphæð þarf væntanlega að mæta með lántökum með auknum kostnaði og er þetta þá orðið langdýrasta fundarboð sögunnar, ekki bara í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar heldur í allri Íslandssögunni.
Þar sem ég hefði viljað ræða meðal annars þau mál sem að framan greinir, greiði ég atkvæði gegn því að umræðum um fjárhagsáætlun sé frestað.
Snorri Finnlaugsson, D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu. Óskaði hún eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar:
Hér er á dagskrá frumvarp að fjárhagsáætlun 2007.
Nauðsynlegt hefði verið að fá að ræða áætlunina og þau mörgu góðu mál sem við sjálfstæðismenn höfðum ráðgert að setja fjármuni í á næsta ári.
Vilji sjálfstæðismanna er skýr til að aukið fé fari til íþrótta og tómstunda svo nálgist útgjöld til þeirra mála hjá sambærilegum sveitarfélögum. Ég treysti því að körfuboltavöllur verði að veruleika við Sólvelli á næsta ári. Ég vil að strax verði farið í uppbyggingu íþróttavallarins við Engjaveg og óska þess að fjölnota íþróttahús rísi á því svæði 2008; í göngu- og hjólafæri fyrir börn og sem frekari stuðningur við akademíur Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ég vil líka sjá aukna starfsemi í sundlauginni og að fataskipti fari fram í nýjum klefum 17. júní 2007 og að í framhaldi af því verði frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
Það er nauðsynlegt að koma á framfæri einurðum vilja til að leikskólunum Ásheimum og Glaðheimum sé lokað, lóðirnar seldar og börnin fái pláss í leikskóla í Leirkeldu sem opnaður verður um áramót 2007-2008. Einnig er nauðsynlegt að byggja á næsta ári við leikskólann Æskukot á Stokkseyri.
Nú treysti ég því að skólasjóður Árborgar taki til starfa af miklum þrótti með 3 milljóna króna startfjármunum.
Alls ekki má fresta lagningu göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar né áframhaldandi athugunum á framtíðarbyggingasvæði norðan Eyrarbakka.
Nauðsynlegt er að ná sem fyrst góðum samningi við uppbyggingu menningarhússins Hólmarastar á Stokkseyri.
Því er beint til væntanlegs meirihluta að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2007.
Þar sem ég hefði viljað ræða meðal annars þau mál sem að framan greinir greiði ég atkvæði gegn því að umræðum um fjárhagsáætlun sé frestað.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. . 17:20
Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Grímur Arnarson
Ari B. Thorarensen
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir
Ásta Stefánsdóttir