7. fundur leikskólanefndar
7. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 06. desember 2006.
Formaður nefndarinnar, Kristín Traustadóttir, setti fundinn kl. 17:15.
Mættir: Kristín Traustadóttir, Róbert Sverrisson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir og fulltrúi foreldra Sigurborg Ólafsdóttir. Fulltrúi starfsmanna, Auður Hjálmarsdóttir.
1. Hækkun á gjöldum í leikskólum Árborgar, sjá fylgiskjal
Vegna breytingar á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir leikskólanefnd að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
2. Hækkun á gjöldum á gæsluvelli, sjá fylgiskjal
Vegna breytingar á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn
Árborgar samþykkir leikskólanefnd að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar
3. Endurskoðun á drögum að innritunarreglum frá bæjarráði
Vegna breytingar á meirihlutasamstarfi þeirra flokka sem mynda bæjarstjórn Árborgar samþykkir leikskólanefnd að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar
4. Skýrsla um námsferð leikskólafulltrúa vegna daggæslu barna í heimahúsum til kynningar.
Leikskólafulltrúi dreifði skýrslu um námsferð daggæslufulltrúa og leikskólafulltrúa til Malmö og Kaupmannahafnar dagana 9.-12. október. 2006.
5. Önnur mál:
a. Leikskólafulltrúi þakkar fráfarandi nefnd fyrir gott samstarf.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 17:35
Kristín Traustadóttir
Róbert Sverrisson
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Auður Hjálmarsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir