7. fundur félagsmálanefndar
7. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 14. mars 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Guðmundur B. Gylfason, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Kristbjörg Gísladóttir, nefndarmaður, V-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða.
Anný Ingimarsdóttir, ritar fundargerð. Formaður nefndarinnar, Guðmundur Björgvin Gylfason, óskaði eftir að taka eitt mál inn með afbrigðum, mál 18. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 1103065 - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
2. 1103114 - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
3. 1103115 - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
4. 1103066 - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
5. 1103116 - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
6. 1007020 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Árborg
Siðareglur kjörinna fulltrúa kynntar fyrir nefndarmönnum og skrifa allir undir þær.
7. 1101040 - Erindi frá velferðarráðuneytinu um viðmiðanir sveitarfélaga vegna fjárhæða til framfærslu einstaklinga.
Í bréfinu beinir velferðarráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.
Sveitarfélagið Árborg veitir nú þegar íbúum sínum sem á þurfa að halda fjárhagsaðstoð sem er í samræmi við það sem tíðkast annars staðar. Þann 1. febrúar hækkaði framfærslustyrkur miðað við neysluvísitölu og því telur félagsmálanefnd Árborgar að það sé staðið eins vel að þessum málum og hægt er miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
8. 1103118 - Breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur 2011
Núgildandi 7. gr.
7. gr.
Fjárhæð sérstakra húsaleigubóta
Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum
húsaleigubótum eins og þær eru ákvarðaðar samkvæmt lögum nr. 138/1997, þannig að fyrir hverjar 1.000 krónur í almennum húsaleigubótum fær umsækjandi 1.300 krónur í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 60.000,, og lágmarkskostnaður leigjanda fer aldrei niður fyrir kr.35.000.
Tillaga að breytingu
7. gr. með breytingum (breyting feitletruð)
Fjárhæð sérstakra húsaleigubóta
Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum
húsaleigubótum eins og þær eru ákvarðaðar samkvæmt lögum nr. 138/1997, þannig að fyrir hverjar 1.000 krónur í almennum húsaleigubótum fær umsækjandi 1.300 krónur í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals kr. 60.000,, og lágmarkskostnaður leigjanda fer aldrei niður fyrir kr.42.000.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og taka þær gildi 1. apríl 2011.
9. 1103110 - Breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg.
3. gr.
Núgildandi
Ferð í reglum þessum telst akstur milli tveggja staða. Fatlaðir notendur eiga rétt á ferðaþjónustu vegna ferða til og frá hæfingar- og endurhæfingarstöðvum, dagvistarstofnunum fatlaðra, grunnskólum, vernduðum vinnustöðum, leikfangasöfnum og vegna annarrar sértækrar þjónustu fyrir fatlaða og er þessi þjónusta fötluðum notendum að kostnaðarlausu.
Fyrir akstur vegna annarrar þjónustu skulu notendur greiða gjald samkvæmt 7. gr. Með annarri þjónustu er m.a. átt við skammtímavistun, stuðningsfjölskyldur, sumardvalarheimili, menningar-, tómstunda- og félagslíf, almenna vinnustaði og framhaldsskóla. Ferðir til að sækja menningar -, tómstunda- og félagslíf skulu ekki vera fleiri en 8 á mánuði fyrir hvern notanda.
Sækja má um undanþágu frá ákvæði 2. mgr. um hámarksfjölda ferða. Beiðni um undanþágu skal vera skrifleg ásamt lýsingu á aðstæðum umsækjanda og ástæðum undanþágubeiðninnar og einnig skal fylgja umsögn sérfræðings á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum. Undanþága skal ekki veitt nema um sé að ræða brýna þörf.
Þjónustutími er sem hér segir:
Virka daga frá kl. 7:30 til kl. 24:00.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 til kl. 24:00.
Breyting
Ferð í reglum þessum telst akstur milli tveggja staða. Fatlaðir notendur eiga rétt á ferðaþjónustu vegna ferða til og frá hæfingar- og endurhæfingarstöðvum, dagvistarstofnunum fatlaðra, grunnskólum, vernduðum vinnustöðum og vegna annarrar sértækrar þjónustu fyrir fatlaða og er þessi þjónusta fötluðum notendum að kostnaðarlausu.
Fyrir akstur vegna annarrar þjónustu skulu notendur greiða gjald samkvæmt 7. gr. Með annarri þjónustu er m.a. átt við skammtímavistun, stuðningsfjölskyldur, sumardvalarheimili, menningar-, tómstunda- og félagslíf, almenna vinnustaði og framhaldsskóla. Ferðir til að sækja menningar-, tómstunda- og félagslíf skulu ekki vera fleiri en 8 á mánuði fyrir hvern notanda.
Sækja má um undanþágu frá ákvæði 2. mgr. um hámarksfjölda ferða. Beiðni um undanþágu skal vera skrifleg ásamt lýsingu á aðstæðum umsækjanda og ástæðum undanþágubeiðninnar. Heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum. Undanþága skal ekki veitt nema um sé að ræða brýna þörf.
Þjónustutími er sem hér segir:
Virka daga frá kl. 7:30 til kl. 24:00.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 til kl. 24:00.
4. gr.
Núgildandi
Sækja skal um ferðaþjónustu til þjónustuvers Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2 á Selfossi, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar liggja frammi. Í umsókn skal fötlun og/eða aðstæðum umsækjanda lýst og skal læknisvottorð fylgja umsókn. Starfsmenn á sviði félagslegra úrræða skulu meta umsóknir í samvinnu við fagfólk á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, á grundvelli samnings milli aðila. Umsóknir skulu metnar á grundvelli möguleika umsækjanda til að komast ferða sinna með öðrum hætti en með ferðaþjónustu fatlaðra. Meta skal aðstæður og þörf umsækjanda eftir þjónustu hverju sinni og heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum. Ákvörðun starfsmanna félagslegra úrræða skal kynnt umsækjanda eða forráðamanni hans, bréflega.
Breyting
Sækja skal um ferðaþjónustu til þjónustuvers Árborgar, Ráðhúsinu Austurvegi 2 á Selfossi, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar liggja frammi. Í umsókn skal fötlun og/eða aðstæðum umsækjanda lýst og skal læknisvottorð fylgja umsókn. Starfsmenn á sviði félagslegra úrræða skulu meta umsóknir. Umsóknir skulu metnar á grundvelli möguleika umsækjanda til að komast ferða sinna með öðrum hætti en ferðaþjónustu fatlaðra. Meta skal aðstæður og þörf umsækjanda eftir þjónustu hverju sinni og heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum. Ákvörðun starfsmanna félagslegra úrræða skal kynnt umsækjanda eða forráðamanni hans, bréflega.
6. gr.
Núgildandi
Ferðaþjónusta er veitt innan marka Sveitarfélagsins Árborgar. Bílstjórar skulu aðstoða notendur við að komast í og úr bifreið gerist þess þörf. Ekið skal að og frá anddyri viðkomandi húss eða stofnunar. Af þeim sökum skulu notendur, sem ekki geta ferðast án aðstoðar, útvega sjálfir og kosta fylgd aðstoðarmanns. Farþegar skulu vera tilbúnir til brottfarar í anddyri brottfararstaðar á umsömdum tíma og þarf bílstjóri ekki að bíða, sé notandi ekki tilbúinn. Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð þjónusta og verða notendur því að vera viðbúnir töfum eða breytingu á áætlun. Bílstjórar skulu sýna notendum virðingu, tillitssemi og trúnað.
Sækja má um undanþágu frá ákvæði 1. mgr. um akstur út fyrir mörk sveitarfélagsins. Beiðni um undanþágu skal vera skrifleg, ásamt ítarlegri lýsingu á aðstæðum umsækjanda og ástæðum undanþágubeiðninnar. Með umsókn skal fylgja umsögn sérfræðings á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum.
Við mat á undanþágubeiðni skal taka tillit til tilefnis og mikilvægis ferðar fyrir notandann og kostnaðar fyrir sveitarfélagið. Gæta skal samræmis við veitingu undanþágu og skal undanþága að jafnaði ekki veitt nema notandi geti ekki komist á áfangastað með öðrum hætti en sérútbúinni bifreið ferðaþjónustunnar, um sé að ræða þjónustu sem notandi getur ekki fengið innan marka sveitarfélagsins og brýn þörf sé fyrir þjónustu. Ferðir út fyrir mörk sveitarfélagsins skulu ekki vera fleiri en ein í mánuði með þeirri undantekningu að um sé að ræða nauðsynlega ferð sem fellur undir ákvæði 1.- 4. töluliðar 9. gr. og 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Um gjaldtöku vegna ferða út fyrir mörk sveitarfélagsins fer samkvæmt 2. mgr. 7. gr. reglnanna með þeirri undantekningu að falli ferð undir 1.- 4. tölulið 9. gr. og 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglna þessara, er þjónustan gjaldfrjáls.
Breyting
Ferðaþjónusta er veitt innan marka Sveitarfélagsins Árborgar. Bílstjórar skulu aðstoða notendur við að komast í og úr bifreið, gerist þess þörf. Ekið skal að og frá anddyri viðkomandi húss eða stofnunar. Af þeim sökum skulu notendur, sem ekki geta ferðast án aðstoðar, útvega sjálfir og kosta fylgd aðstoðarmanns. Farþegar skulu vera tilbúnir til brottfarar í anddyri brottfararstaðar á umsömdum tíma og þarf bílstjóri ekki að bíða, sé notandi ekki tilbúinn. Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð þjónusta og verða notendur því að vera viðbúnir töfum eða breytingu á áætlun. Bílstjórar skulu sýna notendum virðingu, tillitssemi og trúnað.
Þeir sem þurfa á sérútbúinni bifreið að halda til að sækja endurhæfingu á Grensás og eru tímabundið búsettir í Reykjavík geta sótt um ferðaþjónustu að hámarki 40 ferðir á ári.
Sækja má um undanþágu frá ákvæði 1. mgr. um akstur út fyrir mörk sveitarfélagsins. Beiðni um undanþágu skal vera skrifleg, ásamt ítarlegri lýsingu á aðstæðum umsækjanda og ástæðum undanþágubeiðninnar. Heimilt er að óska eftir frekari upplýsingum um umsækjanda og/eða vottorðum.
Við mat á undanþágubeiðni skal taka tillit til tilefnis og mikilvægis ferðar fyrir notandann og kostnaðar fyrir sveitarfélagið. Gæta skal samræmis við veitingu undanþágu og skal undanþága að jafnaði ekki veitt nema notandi geti ekki komist á áfangastað með öðrum hætti en sérútbúinni bifreið ferðaþjónustunnar, um sé að ræða þjónustu sem notandi getur ekki fengið innan marka sveitarfélagsins og brýn þörf sé fyrir þjónustu. Ferðir út fyrir mörk sveitarfélagsins skulu ekki vera fleiri en ein í mánuði með þeirri undantekningu að um sé að ræða nauðsynlega ferð sem fellur undir ákvæði 1.- 4. töluliðar 9. gr. og 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Um gjaldtöku vegna ferða út fyrir mörk sveitarfélagsins fer samkvæmt 2. mgr. 7. gr. reglnanna með þeirri undantekningu að falli ferð undir 1.- 4. tölulið 9. gr. og 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglna þessara, er þjónustan gjaldfrjáls.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar
10. 1012017 - Breytingar á gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu.
Lagt er til að við 7. gr. um gjaldskrár fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg
,,Ný reglugerð tók gildi þann 7. janúar 2011 og á sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 109/2009.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og þær taka gildi frá og með 1. apríl 2011
11. 1103108 - Bréf frá Barnaverndarstofu - ASEBA matslistar
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd Árborgar harmar að ekki skuli áfram vera notaðir ASEBA- matslistar og þeir þróaðir áfram til að þeir nýtist stafsmönnum barnaverndar enn betur. Reynsla starfsmanna er að ASEBA matslistar reynast mjög vel og gefa góðar vísbendingar um hegðun og líðan barna. Anný Ingimarsdóttur er falið að senda Barnaverndarstofu bréf og koma sjónarmiðum félagsmálanefndar á framfæri.
12. 1103119 - Hagstofuskýrsla fyrir árið 2010
Lagt fram til kynningar.
13. 1103117 - Neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi
Velferðarráðherra hefur lagt fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi. Skýrslan er lögð fram til almennrar kynningar og umræðu. Hún er birt á vef ráðuneytisins ásamt reiknivél þar sem einstaklingar geta mátað sig við neysluviðmiðin í samræmi við eigin aðstæður. Sjá nánar á http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32573
Félagsmálanefnd hvetur fólk til að kynna sér þetta.
14. 1103063 - Námskeið - félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiði fyrir félagsmálanefndir og starfsmenn þeirra. Námskeið fyrir Árborg verður þann 1. apríl frá kl. 13 - 17. Nefndarmenn ásamt starfsmönnum félagsþjónustusviðs munu sækja námskeiðið.
15. 1101199 - Umsögn - frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra, einbýli
Lagt fram til kynningar.
16. 1102007 - Umsögn - frumvarp til laga um félagslega aðstoð, hámark umönnunargreiðslna
Lagt fram til kynningar.
17. 1103083 - Námsstefna - fíkn á efri árum
Lagt fram til kynningar.
18. 1010150 - Styrkur vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD
Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið Árborg fékk kr. 4.230.000 styrk til verkefna sem hafa það að markmiði að bæta og efla þjónustu við langveik börn og börn með ADHD. Félagsmálanefnd fagnar þessu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:20
Guðmundur B. Gylfason
Brynhildur Jónsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Kristbjörg Gísladóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir