Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.4.2010

7. fundur fræðslunefndar

7. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þórir Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður S-lista,
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista,
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála,
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Linda Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra
Elín Höskuldsdóttir fulltrúi Flóahrepps
Anna Gina Agestad fulltrúi starfsmanna

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá erindi bæjarráðs um umsögn um tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um að hafinn verði undirbúningur að gerð sameiginlegrar skóla- og frístundastefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Jafnframt var leitað afbrigða til að taka á dagskrá umfjöllun um viðbrögð í leik- og grunnskólum Árborgar vegna hugsanlegs öskufalls vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.

Afbrigði samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. 1003184-Heildræn skóla- og frístundastefna

Bæjaráð Árborgar óskar eftir umsögn fræðslunefndar um tillögu ÍTÁ um gerð heildrænnar skóla- og frístundastefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg.

ÍTÁ leggur til að hafinn verði undirbúningur að gerð sameiginlegrar skóla- og frístundastefnu fyrir sveitarfélagið, með það að markmiði að samhæfa áherslur og leiðir í skólagöngu og frístundum barna, skapa samfellu í daglegu starfi þeirra og fjölga samverustundum fjölskyldna. Með endurskoðun gildandi skipulags og vinnuferla gefast jafnframt tækifæri til hagræðingar, skilvirkari nýtingar fjármuna og ný sóknarfæri til að bæta góða þjónustu.

Fræðslunefnd tekur undir tillögu ÍTÁ og mælir með því við bæjarráð að hefjast handa við undirbúnings málsins.

2. 1004131 - Viðbrögð í leik- og grunnskólum vegna hugsanlegs öskufalls

Vegna hættu sem grunn- og leikskólabörnum gæti stafað af hugsanlegu öskufalli á skólatíma vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hafa starfsmenn sveitarfélagsins haft samráð við Almannavarnir um viðbrögð. Komi til öskufalls verður lögð áhersla á að sem minnst truflun verði á skólahaldi en að sjálfsögðu verður þá haft náið samráð við Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld. Í því sambandi áréttar fræðslunefnd eftirfarandi:

• Verði öskufalls vart á skólatíma- börnum haldíð inni í frímínútum –foreldrar beðnir um að sækja börn sín í lok skóladags.

• Verkefnisstjóri fræðslumála sækir upplýsingar til þess til bærra aðila um hvort útivera barna sé heilsuspillandi og tekur ákvörðun um frekara skólahald.

• Ef almannavarnir hafa ráðlagt fólki að halda sig innivið verður skólahald fellt niður.

Komi til öskufalls er foreldrum leik – og grunnskólabarna bent á að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum.

Til viðbótar framangreindu er bent á leiðbeiningar frá Almannavarnarnefnd Árnessýslu á heimsíðu Árborar.

3. 1004122 - Skóladagatal 2010 – 2011 fyrir grunnskóla Árborgar.

Verkefnisstjóri lagði fram tillögu að skóladagatölum grunnskólanna fyrir skólaárið 2010-2011.

Fræðslunefnd samþykkir framlagðar tillögur að skóladagatölum fyrir grunnskóla Árborgar skóaárið 2010-2011.

4. 1004123 - Kennslukvótar fyrir grunnskóla Árborgar skólaárið 2010-2011

Verkefnisstjóri lagði fram tillögu að kennslukvótum grunnskólanna í Árborg og Sérdeildar Suðurlands.

Fræðslunefnd samþykkir framlagðar tillögur að kennslukvótum.

5. 1004124 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi í grunnskólum

Verkefnisstjóri lagði fram og fór yfir reglugerð um mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi í grunnskólum. Hugmynd er uppi á vettvangi Skólaskrifstofu Suðurlands að koma upp landshlutateymi um heildarmat á skólastarfi, en heildarmatið er heildstæð leið til að meta skólastarf og gefur góða mynd af stöðu skóla. M.a. myndi heildarmatið uppfylla skyldur sveitarfélaga um ytra mat sveitarfélaga skv. 37. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008.

6. 1004125 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi í leikskólum.

Verkefnisstjóri lagði fram og fór yfir reglugerð um mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi í leikskolum. Fyrir liggur að móta vinnulag við mat og eftirlit með skólastarfi í leikskólum.

7. 00504050-Staða framkvæmda við nýbyggingu skólahúsnæðis á Stokkseyri

Verkefnisstjóri greindi frá stöðu framkvæmda við nýbyggingu skólahúsnæðis á Stokkseyri. Óbreytt staða er frá síðasta fræðslunefndarfundi þ.e. að framkvæmdir liggja niðri. Bæjaryfirvöld róa að því með öllum árum að koma framkvæmdum af stað svo hægt verði að ljúka verkinu tímanlega fyrir næsta skólaár.

8. 1004126 Flæði nemenda á milli grunn- og framhaldsskóla.

Umræður um framboð á framhaldsskólaáföngum fyrir grunnskólanemendur sem lokið hafa grunnskólaprófi í einstökum fögum og einnig umræður um útskrift úr grunnskóla við lok 9. bekkjar og einnig útskrift úr 10. bekk um áramót.

Fræðslunefnd óskar eftir á næsta fundi upplýsingum frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um gengi þeirra nemenda sem hafa útskrifast úr grunnskóla við lok 9. bekkjar og um áramót

9. 0902163-Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Árborgar

Verkefnisstjóri lagði fram fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk haustið 2009 ásami niðurstöðum úr könnunarprófum í íslensku, stærðfræði og ensku í 10. bekk.

Umræður urðu um niðurstöðu samræmdra prófa og ákveðið að fá sundurgreindar upplýsingar á næsta fund fræðslunefndar.

10. - 1002089-Gjaldskrá leikskóla Árborgar samkvæmt fundargerð fræðslunefndar frá 11 febrúar sl.

Verkefnisstjóri fór yfir forsendur gjaldskrárhækkunar og vísaði í þeim efnum til forsendna sem komu fram við gerð fjárhagáætlunar sveitarfélagsins þar sem áhersla var lögð á að skerða ekki þjónustu við börn en jafnframt að fylgja eftir verðlagsbreytingum með hækkun gjaldskráa. Verkefnisstjóri vakti athygli á samþykkt bæjarstjórnar frá 15. apríl sl. þar sem samþykkt var að frá og með haustinu 2010 verði húsnæði leikskólanna fullnýtt og til þess ráðinn sá fjöldi starfsmanna sem til þarf. Þá liggur fyrir bæjarráði tillaga að breyttri gjaldskrá þar sem lagt er til að sama gjald verði greitt fyrir átta klst. vistun óháð upphafstíma vistunar. Hærra gjald verði fyrir vistun sem er umfram 8 klst.

Fræðslunefnd fagnar ákvörðun um fullnýtingu leikskólaplássa og framkominni tillögu um breytingu á gjaldskrá.

11.- 1002095- Erindi frá foreldrafélagi BES um snjómokstur og biðskýli samkvæmt fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar sl.

Svar verkefnisstjóra til fræðslunefndar sbr. Fundargerð 11. febrúar 2010

Verkefnisstjóri fékk upplýsingar hjá Guðmundi Elíassyni framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar um uppsetningu á biðskýlum á stoppistöðvum. Áætlað er að hvert skýli kosti um 2,5 m.kr. niðurkomið. Í fjárfestingaáætlun fyrir árið 2010 er ekki gert ráð fyrir kaupum og uppsetningu á biðskýlum.

Hvað snjómoksturinn varðar, þá hefur framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs komið þeim skilaboðum til sinna manna að moka snjó frá stoppistöðvum fljótt og vel.

Erindi til kynningar

12 001040 -Tilkynning um dagsetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2010

Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti um dagasetningar samræmdra könnunarprófa í 4.7. og 10. bekk haustið 2010

13.-1002097 - Fundargerðir skólaráðs Sunnulækjarskóla

Lögð fram fundargerð frá fundi skólaráðs Sunnulækjarskóla

14 0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra

Lagðar voru fram fundargerðir frá fundum leikskólastjóra

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:30

Þórir Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Helga Geirmundsdóttir
Grímur Arnarson
Elín Höskuldsdóttir
Sigurður Bjarnason
Linda Rut Ragnarsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Anna Gina Agestad
Birgir Edwald


Þetta vefsvæði byggir á Eplica