19.2.2015
7. fundur fræðslunefndar
7. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara,
Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla,
Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla,
Sigríður Grétarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla,
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.
1501088 - Tillaga UNGSÁ um námsefni og kennsluaðferðir grunnskólanna
Bókun fræðslunefndar:
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir tillögur ráðsins um málefni grunnskólanna í Árborg.
- Nefndin vísar ábendingum ungmennaráðs um skólareglur til frekari umfjöllunar og skoðunar í hverjum grunnskóla.
- Tekið er undir með ungmennaráði um að samskipti grunnskóla Árborgar séu mikilvæg og samband við FSu. Samstarfsfundir grunnskólanna hafa verið margir að undanförnu og samstarfið hefur verið að styrkjast, svo sem í kringum vinnu með læsi, stærðfræði og þróun skólaþjónustu. Samstarfsfundir skólastjórnenda grunnskóla, fræðslustjóra og stjórnenda FSu eru nokkrir á hverju ári. Þá hefur samstarf nemenda þvert á skóla verið að eflast í félagsmiðstöðinni og samstarf foreldrafélaganna er vaxandi.
- Ábendingum um fjarnám er vísað til umfjöllunar og skoðunar hjá skólastjórnendum grunnskóla. Ábending um að gott væri að sameina fjarnemendur úr grunnskólunum þremur í kennslu er áhugaverð.
- Tekið er undir með ráðinu að aðgengi að hljóðbókum þurfi að vera gott og er þessari ábendingu vísað til skólastjóra grunnskólanna.
Í tengslum við ábendingar og tillögur ungmennaráðs er rétt að rifja upp áherslur á bls. 7 í skólastefnu Árborgar 2013-2016. "Skólar í Sveitarfélaginu Árborg leitast við að beita lýðræðislegum aðferðum í skólastarfinu og við stefnumótun. Við skipulag skólastarfs er æskilegt að ná víðtækri sátt þar sem raddir helstu hagsmunaaðila, svo sem nemenda, foreldra og starfsfólks, fá að hljóma."
Fræðslustjóri lýsti yfir áhuga á því að halda fund við fyrsta tækifæri með ungmennaráði til að ræða skólamál og áherslur ráðsins.
2.
1501515 - Umsögn - frumvarp til laga um grunnskóla(kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.)
Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við frumvarpið.
Erindi til kynningar
3.
1412020 - Ytra mat á leikskólum 2015
Til kynningar. Bréf, dags. 12. janúar 2015. Ekki reyndist unnt að verða við umsókn Árborgar að þessu sinni.
4.
1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra
Til kynningar. Fundargerð frá 20. janúar 2015.
5.
1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Til kynningar. Fundargerð frá 4. febrúar 2015.
6.
1502070 - Samkomulag heilsugæslu HSu, skólaþjónustu og félagsþjónustu Árborgar
Til kynningar. Undirritun fór fram 9. febrúar 2015 en samkomulagið er m.a. um aukna þverfaglega samvinnu og stofnun teymis sem er ætlað að fjalla um málefni barna á öllum aldri.
7.
1502072 – Faghópur um verkefnið – nám og starf
Til kynningar. Hugkort frá fundi faghóps um starfsnám í grunnskólum sem var haldinn 27. janúar 2015.
8.
1502073 - Foreldranámskeið
Til kynningar. Auglýsing um vináttufærniþjálfun sem Fræðslunetið heldur 28. febrúar 2015 í samvinnu við skólaþjónustu Árborgar.
9.
1502071 - Fræðslufundir skólaþjónustu
Til kynningar. Kynning á fræðslufundum í Árborg. Föstudaginn 23. janúar sl. var Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur, með kynningu og leiddi umræðu á fundi um grunn að hegðunarmótun í leik- og grunnskólum. Stefnt er að því að halda opna fræðslufundi mánaðarlega.
10.
1501206 - Menntaverkefni sóknaráætlunar Suðurlands
Til kynningar.
- Tillögur SASS að ráðstöfun sóknaráætlunarfjármuna 2014
- Starfamessa á Suðurlandi 2015
11.
1501512 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Til kynningar. 28. fundur sem var haldinn fimmtudaginn 22. janúar 2015.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir
Guðbjartur Ólason
Ingibjörg Stefánsdóttir
Sigríður Pálsdóttir
Brynja Hjörleifsdóttir
Aðalbjörg Skúladóttir
Sigríður Grétarsdóttir
Þorsteinn Hjartarson