Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.1.2019

7. fundur fræðslunefndar

  7. fundur FRÆÐSLUNEFNDAR Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2019 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt:                        Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður, S-lista Guðmunda Ólafsdóttir, nefndarmaður, B-lista Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, nefndarmaður, Á-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, nefndarmaður, D-lista Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Haukur Gíslason, fulltrúi kennara Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Anna Hrund Helgadóttir, fulltrúi leikskólakennara Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 1812130 – Tillaga um stofnun faghóps vegna byggingar nýs leikskóla
   
  Samningur við Vörðuland ehf. lagður fram. Tillaga um byggingu sex deilda leikskóla í Dísarstaðalandi Vegna fjölgunar leikskólabarna í Árborg er lagt til að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi en þegar hefur verið gerður samningur um lóð fyrir skólann. Faghópur á vegum fræðslusviðs vinni með framkvæmda- og veitusviði. Lagt er til að hópinn skipi formaður fræðslunefndar, fræðslustjóri, leikskólaráðgjafi og leikskólastjórarnir Júlíana Tyrfingsdóttir og Kristrún Hafliðadóttir. Framkvæmda- og veitusvið tilnefnir tvo fulltrúa í hópinn. Samþykkt samhljóða.
     
3. 1807023 - Skólahverfamál í Árborg - greining á búsetu nemenda
  Skýrsla frá VSÓ Ráðgjöf frá október 2018 lögð fram og minnisblað frá desember 2018 þar sem um er að ræða viðbótargreiningu út frá áhrifum íbúðabyggðar í Laugardælalandi. Þar sem breyting á skólahverfamörkum er krefjandi verkefni var ákveðið að fá utanaðkomandi fagaðila í verkefnið. Í greiningu VSÓ er m.a. tekið mið af lýðfræðilegum þáttum, þróun byggðar, gönguleiðum og fjarlægð frá heimilum nemenda til og frá skóla. Margir úr skólasamfélaginu hafa fengið kynningu á vinnu VSÓ og í kjölfar frekari skoðunar er lagt til að leið 3B verði valin, auk þess sem nemendur í væntanlegu Laugardælalandi sæki Vallaskóla.Skrifstofu fræðslusviðs er falið að kynna ný skólahverfi á næstu vikum en nýtt skipulag tekur gildi fyrir næsta skólaár. Þá er gert ráð fyrir að nýir nemendur sem tilheyra skólahverfi nýja skólans í Björkurstykki sæki Vallaskóla fyrst um sinn. Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar D-lista gera athugasemd við að ekki sé horft nægilega til þeirrar byggðar sem mun verða í Laugardælalandi og þess fjölda grunnskólabarna sem mun búa þar í fullbyggðu hverfi. Það er nauðsynlegt að taka tillit til þess hvaða áhrif uppbygging í því hverfi mun hafa, þannig að ekki þurfi að koma til breytingar á mörkum skólahverfa að nýju eftir örfá ár.
     
Erindi til kynningar
1. 1901004 - Kynning á skólaþjónustu Árborgar
   
  Lucinda Árnadóttir, yfirsálfræðingur, kynnti megináherslur og verklag skólaþjónustu Árborgar.
     
4. 1801041 - Skólaráð Sunnulækjarskóla
   
  Til kynningar. Fundargerð (42) frá 12. desember 2018.
     
5. 1803010 - Skólaráð Vallaskóla
   
  Til kynningar. Fundargerð frá 21. nóvember 2018.
     
6. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
   
  Fundargerð nr. 9 frá 19. desmber 2018 til kynningar.
     
7. 1901026 - Lífsleikni í Sunnulækjarskóla
   
  Birgir Edwald, skólastjóri, kynnti yfirlit og hæfniviðmið.
     
8. 1901022 - Fréttabréf fræðslusviðs Árborgar
   
  Til kynningar.
     
9. 1611240 - Menntastefna Árborgar 2018-2022
   
  Prentúgáfu dreift til fundarmanna.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:15  
Arna Ír Gunnarsdóttir   Guðmunda Ólafsdóttir
Gunnar E. Sigurbjörnsson   Brynhildur Jónsdóttir
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir   Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir   Haukur Gíslason
Sandra Guðmundsdóttir   Birna Árdal Birgisdóttir
Anna Hrund Helgadóttir   Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica