7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 12. október 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,
Formaður óskar eftir að taka mál um kostnaðaráætlun við breytingu á félagsmiðstöð inn á afbrigðum. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 1010065 - Verklagsreglur við snjómokstur
Verklagsreglur til endurskoðunar
Verklagsreglurnar voru ræddar og ákveðið að ákvörðun um snjómokstur á plönum við stofnanir sveitarfélagsins verði á hendi Framkvæmda- og veitusviðs en ekki einstakra stofnana. Þannig verði snjómokstri á plönum almennt lokið fyrir opnunartíma. Guðmundur Sigurjónsson verkstjóri áhaldahúss kom inn á fundinn undir þessum lið.
2. 1010058 - Bréf frá Óskari G Jónssyni til Framkvæmda- og veitustjórnar
Varðar sandfok frá Ölfusárbökkum og heftingu á því
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að leggja til efni til heftingar sandfoks við árbakkann í samræmi við fyrirliggjandi tilboð. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
3. 0806063 - Kostnaðaráætlun við lokafrágang Björgunarmiðstöðvar
Vísað í Framkvæmda- og veitustjórn frá bæjarráði
Í ljósi nýrrar kostnaðaráætlunar leggur Framkvæmda- og veitustjórn til við bæjarráð að leitað verði tilboða frá verkfræðistofum í að bjóða út lokafrágang hússins. Einnig er lagt til að frestað verði samningum um malbikun.
4. 1006066 - Selfossvirkjun
Drög að samningi vegna undirbúningsvinnu
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að ganga til samninga við Eirík Bragason varðandi ráðgjöf og undirbúning vegna Selfossvirkjunar. Samningurinn verði til 6 mánaða og ráðgjöfinni ljúki þá með lokaskýrslu.
5. 1009060 - Samstarf við Félag slökkviliðsmanna í Árnessýslu
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að greiða félagi slökkviliðsmanna 300 þúsund kr á ári fyrir prófanir á brunahönum til að tryggja virkni þeirra. Vinnuskóla verði hinsvegar falið að mála brunahana samkvæmt leiðbeiningum frá slökkviliðsmönnum.
6. 1009056 - Samstarf við grunnskóla um umhverfishreinsun
Framkvæmdastjóra og formanni falið að útbúa samning.
7. 1007053 - Skoðunarferð í Barnaskólann á Eyrarbakka
Frestað til næsta fundar.
8. 1010074 - Breyting á notkun Tryggagötu 23 félagsmiðstöð í skólastofur. Kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun vegna hugsanlegs flutnings Zelsiuz lögð fram til kynningar
9. 1008839 - Kynning frá Verkís á loftbornum fjölnotahúsum /íþróttahúsum
Pétur W Jessen og Ari Guðmundsson frá Verkís kynntu loftborin íþróttahús.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:30
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Guðmundur Elíasson