4.12.2014
7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. nóvember 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1008004 - Vatnsöflun úr Árbæjarlandi - eignarnám á landi við Ingólfsfjall |
Sigurður Sigurjónsson, bæjarlögmaður, mætti á fundinn og upplýsti fundinn um stöðu mála. |
|
2. |
0904212 - Tenging milli vatnsveitna Flóa og Árborgar |
Sigurður Sigurjónsson bæjarlögmaður, mætti á fundinn og upplýsti fundinn um stöðu mála. |
|
3. |
1411159 - Vatnsöflun við Ingólfsfjall - rannsóknarboranir veturinn 2014-2015 |
Þórólfur H. Hafstað frá ÍSOR kom á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi kaldavatnsöflun. Stjórnin samþykkir að fara í rannsóknarboranir í landi Svf. Árborgar við Ingólfsfjall. |
|
4. |
1411156 - Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2015 |
Stjórnin samþykkir 3,4% hækkun á 4. gr. gjaldskrár fráveitu í Árborg sem er í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands fyrir árið 2015. |
|
5. |
1411160 - Gjaldskrá Sorphirðu í Árborg 2015 |
Stjórnin samþykkir 3,4% hækkun á sorphirðugjöldum skv. 2. gr. gjaldskrár sorphirðu í Árborg sem er í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands fyrir árið 2015. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:50
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |