Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.6.2013

7. fundur íþrótta- og menningarnefndar

7. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. júní 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason,  menningar- og frístundafulltrúi. 
Þorlákur H. Helgason, S-lista boðaði forföll og kom varamaður hans inn.  

Formaður leggur til við fundinn að mál nr. 1306066, Nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi. samþykkt samhljóða. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1304186 - Fyrirspurnir og tillögur frá UNGSÁ

 

Áður á dagskrá 6. fundar nefndarinnar

 

Lögð fram svör við fyrirspurnum og tillögu ungmennaráðs Árborgar. 

 

Ungsá lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir og tillögu. Svör nefndarinnar koma á eftir hverri fyrirspurn eða tillögu.

1. ”Við leggjum fram tillögu um æfingartæki á merktum gönguleiðum“

Rökstuðningur: Æfingartæki sem dreifð er um merktar gönguleiðir miðast að vinnslu með eigin þyngd ? til að mynda upphífingarstangir. Einnig þarf að merkja gönguleiðir innan sem utan bæjar og auglýsa þessar merktu leiðir til þess að ýta undir heilsueflingu bæjarbúa

Svar ÍMÁ

Nefndin þakkar tillögu ráðsins og er sammála um mikilvægi þess að auka heilsueflingu bæjarbúa. Starfsmanni nefndarinnar verður falið að kanna möguleikana í þessum efnum en sambærilegar hugmyndir hafa áður komið upp innan Sveitarfélagsins Árborgar.

 

  1. 2. "Hvernig er háttað skiptingu styrkja innan sveitarfélagsins til menningarviðburða? Ungmennaráði þætti vænt um að vita hvort jafnræði sé í úthlutun fjármagns í þessum málaflokki í sveitarfélaginu með tilliti til svæða, þ.e. Selfoss annars vegar og svæðanna utan Selfoss hins vegar."

Svar ÍMÁ

Skipting styrkja sveitarfélagsins til menningarviðburða verður kynnt á næsta fundi ungmennaráðsins. 

3. Að lokum vill ráðið koma á framfæri hugleiðingum varðandi viðburðina í kringum jólahátíðina. Ungmennaráðið telur að Tryggvagarður sé hentugri fyrir jólatorgið þó að gaman sé að keyra inn í bæinn yfir brúna og sjá jólatorgið strax. Einnig telja þau að torgið við Pylsuvagninn sé hentugra fyrir innkomu jólasveinanna. Mikil ánægja með þrettándagleðina en þó hefði verið gott að hafa hljóðkerfi við brennuna.

Svar ÍMÁ

Íþrótta- og menningarnefnd þakkar ábendingarnar. Tryggvagarður var notaður undir jólatorgið árið 2010 en þá komu fram athugasemdir frá íbúum og seljendum að hann hafi verið of dimmur þrátt fyrir gífurlegt magn af jólaseríum. Það þýðir þó ekki að lokað sé fyrir það að jólatorgið fari aftur í garðinn ef það telst besti kosturinn.  Ástæða færslunnar á trénu af Pylsuvagnsplaninu var vegna þess að það var ákveðin hætta af því á þessum stað, féll reglulega í roki og stuðningssteinarnir þrengdu að umferð. Einnig áttu leik- og grunnskólahópar erfitt með að fara og skoða tréð sem og að dansa í kringum það hættulaust líkt og sumir gerðu sl. vetur.  Nefndin tekur undir að það megi vera hljóðkerfi á þrettándagleðinni.

Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1306033 - Menningarmánuðurinn 2013

 

Rætt um mögulega viðburði í menningarmánuðinum október 2013. Nefndarmenn beðnir um að huga að viðburðum fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1306035 - Nóri skráningarkerfi

 

Lagðar fram upplýsingar um Nóra en starfsmaður og formaður nefndarinnar sátu kynningarfund um kerfið fyrir stuttu. Fram kom að umrætt kerfi myndi einfalda margt í greiðsluferli æfinga- og þátttökugjalda þar sem hvatagreiðslurnar geta komið inn í kerfið. Nefndinni líst vel á kerfið og leggur til að starfsmaður nefndarinnar vinni málið áfram. Samþykkt samhljóða.

 

   

4.

1302069 - Málefni Umf. Selfoss

 

Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, kom inn á fundinn. Rætt um málefni tengd Umf. Selfoss og farið yfir helstu verkefni félagsins. Rætt um samningana, mannvirkin, landsmótið og fleira tengt starfsemi félagsins.

 

   

5.

1306066 - Nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi

 

Nefndin leggur til að farið verði í nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi. Fjölmargar hátíðir og viðburðir fara fram í garðinum og því telur nefndin mikilvægt að garðurinn hafi ákveðið nafn. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

6.

1110057 - Stefnumótun í íþróttamálum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1303217 - Friðarhlaup og friðartré

 

Áður á dagskrá á 4.fundi nefndarinnar

 

Lagt fram til áminningar en Friðarhlaupið verður á Selfossi lau. 22.júní nk. Af því tilefni verður gróðursett sérstakt friðartré í miðbæjargarðinum.

 

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Kjartan Björnsson                             
Grímur Arnarson
Brynhildur Jónsdóttir                                   
Björn Harðarson Tómas Þóroddsson                           
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica