Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.2.2019

7. fundur íþrótta- og menningarnefndar

7. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.  Mætt:                      Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, B-lista Guðmundur Kr. Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista María Marko, varamaður, D-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi  Karolina Zoch, nefndarmaður D lista boðaði forföll og kom varamaður hennar María Marko, D lista inn á fundinn í hennar stað. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1902054 - Skoðunarferð ÍMÁ um íþrótta- og menningarmannvirki
  Farið var í skoðunarferð í Knarrarósvita, sundlaug Stokkseyrar og íþróttahús Stokkseyrar. Í íþróttahúsinu hitti nefndin fulltrúa Umf. Stokkseyrar þar sem rætt var um starfsemi félagsins og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri sem hluta af heildaruppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem vinni áfram að þarfagreiningu og forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.Starfshópnum er ætlað að vinna ítarlegri skýrslu í framhaldi af áfangaskýrslu um framtíðaruppbygginu íþróttamannvirkja sem kom út árið 2018 og þeim hugmyndum sem Alark arkitektar hafa sett fram um uppbyggingu Selfossvallar. Hópurinn skili af sér skýrslu haustið 2019.
     
2. 1902056 - Vor í Árborg 2019
  Farið yfir helstu hugmyndir fyrir bæjar- og menningarhátíðina Vor í Árborg sem haldin verður 25-28.apríl nk. Fimmtudagurinn 25. apríl er Sumardagurinn fyrsti en hátíðin hefur byrjað á þeim degi undanfarin ár. Rætt um helstu dagskrárliði hátíðarinnar, menningarviðurkenningu Árborgar og hugmyndir sem hafa komið fram. Lagt er til að hátíðin verði auglýst með svipuðum hætti og verið hefur en bætt verði í kynningu á netinu. Ólafur Rafnar Ólafsson og Bragi Bjarnason vinna áfram að uppsetningu hátíðarinnar og kynna stöðu mála á næsta fundi nefndarinnar.
     
3. 1901169 - Rekstur Knarrarósvita á Stokkseyri
  Farið yfir minnisblað um rekstrarhugmyndir fyrir Knarrarósvita en ákveðið hefur verið að opna vitann fyrir almenningi á þessu ári. Vitinn er í eigu Íslenska ríkisins en í umsjón Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Árborg hefur nú samið við Vegagerðina um afnot af vitanum til að opna fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Nefndinni lýst vel á þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaðinu enda verði fyrsta sumarið ákveðið tilraunaverkefni sem þurfi að endurmeta haustið 2019. Fram kom að Knarrarósviti fagni 80 ára afmæli á þessu ári og eru nefndarmenn sammála að þeim áfanga verði minnst sérstaklega á árinu. Braga Bjarnasyni og Ólafi Rafni Ólafssyni er falið að vinna áfram að málinu og upplýsa nefndina um stöðu mála eins og við á.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15  
Guðbjörg Jónsdóttir   Guðmundur Kr. Jónsson
Jóna Sólveig Elínardóttir   Kjartan Björnsson
María Marko   Bragi Bjarnason
     
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica