Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.10.2011

7. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

7. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 17. október 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Erling Rúnar Huldarsson, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Dagskrá:

1.  1110077 - Frístundakort
 Sigurður Þorsteinsson kemur inn á fundinn og kynnir leiðir í frístundakortum.
 Sigurður Þorsteinsson kom inn á fundinn og kynnti lausnir í íbúakortum. Fram kom að nýta mætti kerfið t.d. til aðgangsstýringar í sundlaugar, til að greiða fyrir strætó og aðra þjónustu sem sveitarfélagið og þess vegna frjáls félagasamtök bjóða upp á. ÍTÁ þakkar Sigurði fyrir kynninguna og felur menningar- og frístundafulltrúa að setja upp áætlun eftir þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
   
2.  1110073 - Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2011
 Menningar- og frístundafulltrúi lagði fram tillögu að breytingum á reglugerð um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar. ÍTÁ samþykkti breytingar á 5.gr. reglugerðarinnar vegna þess að breyting hefur orðið á starfsheitum innan Sveitarfélagsins Árborgar. ÍTÁ felur menningar- og frístundafulltrúa að sjá um framkvæmd kjörsins samkvæmt reglugerð þar um. ÍTÁ leggur til að nefndin og menningar- og frístundafulltrúi skipi undirbúningsnefnd fyrir Uppskeruhátíð ÍTÁ sem verði haldin miðvikudaginn 28.desember nk. í sal FSu og hefjist kl.20:00. Samþykkt samhljóða.
   
3.  1110074 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Árborg
 Hugmyndir lagðar fram og ræddar. Hugmyndunum vísað áfram til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2012. Samþykkt samhljóða.
   
4.  1108127 - Aðild Jógastöðvarinnar að árskorti í Sundhöll Selfoss
 Áður á dagskrá á 6.fundi nefndarinnar.
 ÍTÁ tekur vel í erindið en tekur fram að það verði að fylgja sömu forsendum og aðrir sambærilegir samningar en það er að lágmarkskaup á árskortum séu 100 stk. Menningar- og frístundafulltrúa er falið að svara bréfritara. Samþykkt samhljóða.
   
5.  1109180 - Opnunartími sundlaugar Stokkseyrar
 Undirskriftalisti vegna opnunartíma sundlaugarinnar á Stokkseyri lagður fram. Málið rætt og leggur nefndin til að skoðað verði hvort hægt sé að lengja opnunartímann við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2012. Samþykkt samhljóða.
   
6.  1109166 - Rannsóknir og greining - Ungt fólk 2011
 Menningar- og frístundafulltrúi kynnir niðurstöður frá Rannsóknum og greiningu. Fram kom að vímuefnaneysla hefur aukist í Sveitarfélaginu Árborg á sl. árum. Nefndin er sammála um að taka þurfi á þessum málum í sveitarfélaginu og beinir því til bæjarstjórnar að farið verði í forvarnaátak til að sporna við aukinni neyslu vímuefna í sveitarfélaginu.
   
7.  1110057 - Stefnumótun í íþróttamálum
 Stefna menntamálaráðuneytisins lögð fram til kynningar.
   
8.  1110078 - Hvatagreiðslur 2011
 Upplýsingar um fjölda greiddra hvatagreiðslna fyrir árið 2011. Fram kom að 461 umsókn hafi verið samþykkt fram til 20.sept. 2011. ÍTÁ þakkar upplýsingar.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson  
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica