7. fundur menningarnefndar
7. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 28. febrúar 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 19:00
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Dagskrá:
1. 1007020 - Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Árborg
Siðareglur kjörinna fulltrúa kynntar fyrir nefndarmönnum og skrifuðu allir fundarmenn undir þær.
2. 1010077 - Vor í Árborg 2011
Áður á dagskrá á 5.fundi nefndarinnar
Menningarnefnd samþykkir að vinna að undirbúningi hátíðarinnar eins og áður var ákveðið. Undirtónn hátíðarinnar verði sjálfsprottin menning í víðri merkingu undir kjörorðinu 'hollur er heimafenginn baggi'. Menningarnefnd felur Braga Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, að hefja undirbúning hátíðarinnar. Stefnt er á að hafa opinn fund með þeim aðilum sem hafa áhuga á þátttöku í hátíðinni í byrjun apríl.
3. 1102117 - Kynningarmál vegna viðburða 2011
Nú þegar hefur verið haldinn einn fundur með viðburðaaðilum í sveitarfélaginu og framhaldsfundur verður haldinn núna í kvöld. Menningarnefndin hvetur einnig til þess að heimasíða sveitarfélagsins sé virkari upplýsingaveita fyrir samfélagið.
4. 1101050 - Styrkbeiðni - Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri 2011
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að hátíðin fái 200 þúsund króna styrk.
5. 1001011 - Höggmyndin Grettir á stall
Með vísan í samþykki 26. fundar lista - og menningarnefndar 27.apríl 2010 hvetur menningarnefndin bæjarráð til þess að verkið verði klárað á árinu 2011.
6. 1101049 - Styrkbeiðni - Útvörðurinn
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.
7. 1101163 - Samstarf með Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík 2011
Menningarnefnd felur Braga Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við fulltrúa kvikmyndahátíðarinnar.
8. 1010083 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011
Áður á dagskrá á 6.fundi nefndarinnar. Þessi liður er opinn almenningi
Fundurinn heppnaðist vel og eindreginn vilji hjá öllum til að gera hátíðirnar í sveitarfélaginu sem veglegastar árið 2011.
9. 1012055 - Gjaldskrá Stefs 2011
Gjaldskrá Stefs 2011 lögð fram. Menningarnefnd þakkar upplýsingarnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:25
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason