12.2.2015
7. fundur skipulags- og byggingarnefndar
7. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 4. febrúar 2015 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista,
Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi,
Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú og tillögu að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Samþykktir byggingafulltrúa
1.
1501010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 3
1.1.
1501067 - Tillaga að endurbótum á brunavörnum að Austurvegi 1-5
Samþykkt.
1.2.
1501058 -
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti að Gagnheiði 49 Selfossi.
Umsækjandi: ICECOOL
Samþykkt.
1.3.
1501258 -
Beiðni um niðurrifsleyfi á húsnæði að Fossnesi svæði 60 Selfossi.
Umsækjandi Sláturfélag Suðurlands
Samþykkt.
1.4.
1501388 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð Tryggvagötu.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við skipulags- og byggingarnefnd að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
1.5.
1501065 -
Beiðni um umsögn á leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki I (Samkomusalir) í Fischersetrinu, Austurvegi 21.
Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi
Samþykkt.
1.6.
1501066 - Beiðni um umsögn á leyfi til reksturs gististaðar í flokki I (Heimagisting) að Íragerði 14 Stokkseyri.
Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi
Samþykkt.
1.7.
1501155 - Beiðni um umsögn á leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki III (Veitingahús) í Hvíta húsinu, Hrísmýri 6 Selfossi.
Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi
Samþykkt.
1.8.
1501159 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi að Eyravegi 55 Selfossi.
Umsækjandi: Agnar Pétursson
Samþykkt til 6 mánaða.
1.9.
1501389 -
Umsókn um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum að Eyrarbraut 29 Stokkseyri.
Umsækjandi: Þórsverk ehf
Samþykkt til 6 mánaða með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.
1.10.
1501391 -
Umsókn um stöðuleyfi fyrir þremur gámum að Búðarstíg 22 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Þórsverk ehf
Samþykkt til 6 mánaða með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.
Erindi til kynningar
2.
1412187 -
Kynning á landskipulagsstefnu 2015-2026
Lagðar fram athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga við tillögu að landskipulagsstefnu.
Almenn afgreiðslumál
3.
1501435 -
Reglur um úthlutun landbúnaðarlands
Nefndin leggur til að reglur verði samþykktar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Nefndin leggur til að leiga verði hækkuð svo hún standi undir umsýslukostnaði.
4.
1407045 - Aðgerðaráætlun um kortlagningu hávaða í Árborg
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að aðgerðaráætlunin verði kynnt almenningi á vef Árborgar.
5.
1501526 - Tillaga um að lóðir Árborgar í Hagalandi verði auglýstar til úthlutunar
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðir sveitarfélagsins í Hagalandi verði auglýstar til úthlutunar. Um er að ræða eftirfarandi lóðir:
Álalæk 1-3 (fjölbýlishúsalóð)
Álalæk 5-7 (fjölbýlishúsalóð)
Álalæk 9-11 (fjölbýlishúsalóð)
Bleikjulæk 11 (einbýlishúsalóð)
6.
1502007 - Fyrirspurn um fjölda bílastæða fyrir utan Eyraveg 9(Tónlistarskólinn)
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir reglur um fjölda bílastæða og lagði fram uppdrátt af lóðarskipulagi.
7.
1501388 -
Umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu
Umsækjandi: Sveitafélagið Árborg
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
8.
1501532 -
Tillaga um vinnslu greinargerða um hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags
Tillaga um vinnslu greinargerða um hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags:
Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag. Skal ákvörðun að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman greinargerð um það hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags. Hugað verði að samfélagsþróun undanfarinna fjögurra ára og til næstu framtíðar. Höfð verði hliðsjón af samfélagslegri þróun (s.s. þróun íbúafjölda, aldurssamsetningu, búsetuþróun og húsnæðismál um, s.s. þörf fyrir mismunandi tegundir húsnæðis), efnahagslegri þróun (s.s. atvinnumál um, landbúnaði, ferðamennsku, auðlindum), umhverfismálum (s.s. náttúrufari, verndarsvæði og náttúruvá), samgöngumálum og veitum (s.s. samgöngukerfi, almenningssamgöngum, stígum, flugvellir).
Greinargerðin verði lögð fram á fundi nefndarinnar í maí.
9.
1502005 -
Breytt deiliskipulag Eyravegar 2(Hótel Selfoss)
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga verði auglýst.
10.
1502006 - Breytt deiliskipulag Austurvegar 69
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga verði auglýst.
11.
1502010 -
Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Víkurheiði
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
12.
1501063 -
Umsókn um lóðina Dranghólar 23, Selfossi.
Umsækjandi Baldvin Árnason
Samþykkt.
13.
1502013 - Umsókn um lóðina Heiðarveg 5, Selfossi.
Umsækjandi: Einar Björnsson
Afgreiðslu frestað.
14.
1302008 -
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
15.
1405411 - Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Ásta Stefánsdóttir
Gísli Á. Jónsson
Guðlaug Einarsdóttir
Ragnar Geir Brynjólfsson
Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson